11. mars 2016

Fimm ár frá því að stríðið í Sýrlandi hófst

Fimm ár eru liðin frá því að stríðið í Sýrlandi hófst. Á þeim sorglegu tímamótum stendur UNICEF á Íslandi fyrir átakinu #segjumstopp. Það er nóg komið af hörmungum í Sýrlandi. Krefja þarf valdhafa um markvissar aðgerðir til að stöðva stríðið, veita þarf börnum og fjölskyldum þeirra neyðarhjálp og tryggja þeim alþjóðlega vernd.

Fimm ár eru liðin frá því að stríðið í Sýrlandi hófst. Á þeim sorglegu tímamótum stendur UNICEF á Íslandi fyrir átakinu #segjumstopp. Það er nóg komið af hörmungum í Sýrlandi. Krefja þarf valdhafa um markvissar aðgerðir til að stöðva stríðið, veita þarf börnum og fjölskyldum þeirra neyðarhjálp og tryggja þeim alþjóðlega vernd.

Meðal viðburða sem tengjast átakinu:


Mánudagur 14. mars

UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, kynnir alþjóðlega skýrslu sína No place for children: The impact of five years of war on Syria´s children and their childhoods.

Blaðamannafundur fer fram í Líbanon þar sem Héðinn Halldórsson, sérfræðingur í kynningarmálum hjá UNICEF, verður viðstaddur.

Þriðjudagur 15. mars

Fimm ár liðin frá því að stríðið í Sýrlandi hófst.

UNICEF á Íslandi stendur fyrir táknrænum viðburði við Sólfarið og vestur eftir Sæbrautinni. Ljósmyndin af Aylan Kurdi sem grætti heimsbyggðina á haustmánuðum er flestum í fersku minni. Myndin af honum látnum á grúfu í fjöruborði vakti sterk viðbrögð. Síðan litli drengurinn lést og Evrópa stóð á öndinni hafa 400 börn hins vegar farið sömu leið í hafið.

UNICEF á Íslandi stendur fyrir viðburði í minningu þessara barna á deginum sem markaði upphaf stríðsins í Sýrlandi. Alls verður 400 böngsum raðað upp eftir strandlengjunni – einum bangsa fyrir hvert barn sem hefur drukknað frá því að Aylan lést. Þannig minnumst við þeirra sem látist hafa um leið og við setjum fram þá skýlausu kröfu að réttindi barna á flótta séu virt.

Við segjum stopp: Ekki fleiri börn í hafið, ekki fleiri börn viðskila við fjölskyldur sínar, ekki fleiri börn strand á landamærum, ekki fleiri börn á flótta án nauðsynlegrar hjálpar.

Fimmtudagur 17. mars

UNICEF á Íslandi og KEXLand standa fyrir baráttutónleikum vegna stríðsins í Sýrlandi.

Aðgangseyririnn rennur í neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi. Hljómsveitirnar gefa vinnu sína og KEX Land útvegar aðstöðu og allt sem þarf. Dagskráin er eftirfarandi:

17:30 AmabAdamA
18:30 Sóley
19:30 dj. flugvél og geimskip
20:30 Kött Grá Pje
21:30 Milkywhale
22:30 Úlfur Úlfur

DJ Silja Glømmi þeytir skífum milli atriða.

UNICEF hefur veitt milljónum barna frá Sýrlandi neyðarhjálp síðan stríðið hófst. Það hefði ekki verið hægt án víðtæks stuðnings almennings um allan heim, þar á meðal á Íslandi – bæði frá heimsforeldrum og þeim sem stutt hafa neyðarsöfnunina okkar.

Þörfin er enn gríðarleg og fólk er því hvatt til að senda sms-ið STOPP í nr 1900 (1.900 kr) og leggja neyðaraðgerðum UNICEF lið.

---

STOPP!

STOPP – ekki fleiri börn í hafið!
STOPP – ekki fleiri börn viðskila við fjölskyldur sínar
STOPP – ekki fleiri börn strand á landamærum
STOPP – ekki fleiri börn spreyjuð með táragasi
STOPP – ekki fleiri árásir á skóla, leikskóla, barnaspítala og óbreytta borgara
STOPP – ekki fleiri börn í barnaþrælkun til að framfleyta fjölskyldu sinni
STOPP – ekki fleiri bæir í herkví
STOPP – ekki fleiri börn án menntunar
STOPP – ekki fleiri börn sem glata barnæsku sinni

Fleiri
fréttir

20. desember 2024

Opnunartími skrifstofu um hátíðarnar
Lesa meira

19. desember 2024

BM Vallá og UNICEF á Íslandi undirrita samstarfssamning til þriggja ára 
Lesa meira

18. desember 2024

UNICEF: Börn í Sýrlandi þurfa frið
Lesa meira
Fara í fréttasafn