09. ágúst 2023

Enn lætur fólk á flótta lífið á Miðjarðarhafi

Ólétt kona og 18 mánaða barn meðal hinna látnu þegar skip fórst undan ströndum Lampedusa á Ítalíu um helgina – Minnst 30 saknað

Á annan tug létu lífið og um 30 er saknað eftir skipskaða undan ströndum Lampedusa á Ítalíu um helgina. Meðal hinna látnu var ólétt kona og 18 mánaða barn. Áætlað er að 289 börn hafi látið lífið eða er saknað eftir skipskaða á leið yfir Miðjarðarhafið á fyrstu sex mánuðum þessa árs. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, kallar enn eftir því að komið verði á öruggari og löglegri leið fyrir börn á flótta til að leita hælis í Evrópu sem og að innviðir til björgunaraðgerða á þessari hættulegu siglingaleið verði styrktir.

„Í þessu slysum, á siglingaleiðinni fyrir miðju Miðjarðarhafi, kemst oft enginn lífs af eða þau eru óskráð svo líklegt þykir að tala látinna sé í raun mun hærri,“ segir Nicola Dell‘Arciprete hjá UNICEF í Ítalíu.

„Meira þarf að gera til að vernda börn sem í neyð sinni leggja í þessa hættuför, ýmist í leit að öryggi, friði, tækifærum til betra lífs eða til að sameinast fjölskyldum sínum. Og á það jafnt við um landið þaðan sem þau koma, á hafi eða þar sem þau koma að landi,“ segir  Nicola. 

UNICEF er á vettvangi í Lampedusa að vinna með stjórnvöldum og öðrum samstarfsaðilum við að veita börnum sálrænan stuðning, heilbrigðisþjónustu og aðra sérhæfða þjónustu.

Fleiri
fréttir

20. desember 2024

Opnunartími skrifstofu um hátíðarnar
Lesa meira

19. desember 2024

BM Vallá og UNICEF á Íslandi undirrita samstarfssamning til þriggja ára 
Lesa meira

18. desember 2024

UNICEF: Börn í Sýrlandi þurfa frið
Lesa meira
Fara í fréttasafn