12. maí 2021

Efnislegur skortur barna á Íslandi mestur á sviði tómstunda

Í dag kom út ný skýrsla UNICEF á Íslandi sem ber heitið Réttindi barna á Íslandi: Barnmiðuð greining á efnislegum skorti. Skýrslan sýnir að börn á Íslandi líða minni efnislegan skort en börn í flestum öðrum Evrópuríkjum. Þrátt fyrir það er ljóst af niðurstöðum greiningarinnar að ójöfnuður meðal barna er til staðar og að sum börn á Íslandi líða meiri skort en önnur.

Framlög landsnefnda UNICEF miðað við höfðatölu, í bandarískum dollurum. Úr ársskýrslu UNICEF á Íslandi sem út kom í gær.

Í dag kom út ný skýrsla UNICEF á Íslandi sem ber heitið Réttindi barna á Íslandi: Barnmiðuð greining á efnislegum skorti. Skýrslan sýnir að börn á Íslandi líða minni efnislegan skort en börn í flestum öðrum Evrópuríkjum. Þrátt fyrir það er ljóst af niðurstöðum greiningarinnar að ójöfnuður meðal barna er til staðar og að sum börn á Íslandi líða meiri skort en önnur.

Skýrslan var unnin í samstarfi við Hagstofu Íslands og byggir á barnmiðaðri greiningu þar sem réttindi barna eru höfð að leiðarljósi. Skýrslan veitir innsýn í aðstæður barna hvað tómstundir, menntun, þroska, upplýsingar, húsnæði, klæðnað og næringu varðar, árin 2009, 2014 og 2018. UNICEF gaf síðast út skýrslu um skort barna á Íslandi árið 2016.

„Með útgáfu þessarar skýrslu vonumst við til að varpa ljósi á áhrif efnislegs skorts á réttindi barna á Íslandi og hvernig staða barna breytist eftir því hvernig landinu vegnar efnahagslega,“ segir Eva Bjarnadóttir, teymisstjóri innanlandsstarfs UNICEF á Íslandi og höfundur skýrslunnar. „Fyrsta heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna er að útrýma fátækt í allri sinni mynd allsstaðar fyrir árið 2030. Það er raunhæft markmið á Íslandi þar sem hópurinn sem býr við skort er hlutfallslega lítill og minni en í flestum öðrum ríkjum heims.“

Skortur á tómstundastarfi meðal barna áhyggjuefni

Í skýrslunni er fjallað sérstaklega um skort barna á Íslandi á tómstundastarfi. Samanborið við önnur Evrópuríki skortir mörg börn á Íslandi tómstundastarf á borð við íþróttir, tónlist og annað barna- og ungmennastarf. Á milli áranna 2009 og 2014 hækkaði hlutfall barna sem bjuggu á heimilum þar sem eitthvert barn tók ekki þátt í íþróttum, tónlist eða öðru barna- eða ungmennastarfi úr 8,1% í 23,4%. Árið 2018 hafði hlutfallið lækkað í 16,9% og var enn langt frá því að hafa gengið til baka miðað við stöðuna 2009. Mestur skortur var á barnmörgum heimilum, á heimilum þar sem atvinnuþátttaka foreldra mældist lág og meðal barna sem bjuggu í leiguhúsnæði. Svo virðist sem skortur á tómstundum hafi að einhverju marki fest sig í sessi á tímabilinu.

Réttur barna til tómstunda er skýr samkvæmt Barnasáttmálanum og UNICEF leggur áherslu á að börn fái tækifæri til að þroskast í gegnum leik. Hátt hlutfall barna sem tekur ekki þátt í tómstundum er því áhyggjuefni og nauðsynlegt er að leitað sé skýringa á breytingunum.

Mikilvægt að bregðast við áhrifum heimsfaraldurs á börn

Nýjustu gögn greiningarinnar eru frá árinu 2018, þegar almenn velmegun ríkti aftur eftir kreppuár og minni skortur mældist á flestum sviðum en fjórum árum áður. Nú þegar búist er við öðrum öldudal í kjölfar efnahagslegs samdráttar af völdum heimsfaraldrar, er mikilvægt að læra af reynslunni og tryggja réttindi barna til lengri tíma. Niðurstöðurnar sýna hve langan tíma það getur tekið fyrir áhrif efnahagslægðar að koma að fullu fram þegar litið er til efnislegra gæða. Það er því mikilvægt að stjórnvöld horfi til lengri tíma þegar viðbrögð við neikvæðu efnahagslegum áhrifum eru ákveðin. Þá er jafnframt áríðandi að vernda þá hópa barna sem líða fyrir verra efnahagsástand en njóta ekki góðs af efnahagslegum uppgangi í sama mæli og önnur börn.

Skýrslunni fylgja tillögur UNICEF á Íslandi til stjórnvalda um hvernig megi bregðast við niðurstöðum greiningarinnar og draga úr ójöfnuði meðal barna hér á landi:

  • Tryggja þarf jafnræði og jafnt aðgengi barna að tómstundastarfi óháð fjárhagslegri stöðu foreldra, fötlunar, uppruna eða annars;
  • Það þarf að huga vel að langtímaaðgerðum gegn neikvæðum áhrifum COVID-19 á börn;
  • Bæta þarf barnmiðaða upplýsingaöflun og greiningu og nýta þau gögn sem safnað er á heildstæðan hátt til að greina stöðu réttinda barna hér á landi;
  • Stuðla þarf að auknum jöfnuði og jöfnum tækifærum barna án mismununar.

Skýrsluna má lesa hér.

Fleiri
fréttir

20. desember 2024

Opnunartími skrifstofu um hátíðarnar
Lesa meira

19. desember 2024

BM Vallá og UNICEF á Íslandi undirrita samstarfssamning til þriggja ára 
Lesa meira

18. desember 2024

UNICEF: Börn í Sýrlandi þurfa frið
Lesa meira
Fara í fréttasafn