Öll ykkar rúmlega 2.100 sem skráðuð ykkar sem nýir Heimsforeldrar UNICEF í gærkvöldi og hjálpuðuð okkur að ná markmiði kvöldsins. Verið velkomin í hópinn. Að ógleymdum öllum þeim mikla fjölda Heimsforeldra sem hækkaði framlag sitt og fyrirtækjum sem tóku þátt í áskorun og styrktu söfnunina rausnarlega. Takk kærlega fyrir stuðninginn! Litlu UNICEF-bláu hjörtun okkar hafa öll stækkað um nokkur númer og eru í dag barmafull af þakklæti eftir stórkostlegan og vel heppnaðan sjónvarpsþátt í gærkvöldi. Búðu til pláss fór fram úr okkar björtustu vonum og erum við nú frekar bjartsýnn hópur enda þarf nóg af bjartsýni þegar ráðist er í stór verkefni.
Okkar frábæru kynnum, yndislegu sjálfboðaliðum í símaveri Vodafone, listafólkinu sem gaf vinnu sína og öllum okkar æðislegu samstarfsaðilum og þeirra frábæra starfsfólki, sem hjálpuðu okkur að gera þennan draum að veruleika, færum við okkar hjartans bestu þakkir. Þvílíkir snillingar. RÚV, Stöð 2, Síminn, Sýn og Kvika banki. Takk fyrir að búa til risastórt pláss í dagskrá ykkar og starfi.
Til allra þeirra tugþúsunda sem eru, eða hafa verið, Heimsforeldrar UNICEF í þau 20 ár sem okkar kraftmikla landsnefnd hefur verið starfandi, tugþúsundir þakka til ykkar allra fyrir stuðninginn. Við erum þakklát ykkur öllum fyrir að taka afstöðu með réttindum og velferð barna um allan heim og fyrir að treysta UNICEF fyrir því verkefni. Þið eigið öll hlut í heimsmeti okkar allra sem þjóðin með hlutfallslega flesta Heimsforeldra í veröldinni.
Höldum áfram að gera heiminn að betri stað fyrir öll börn, með von og þrautseigju að leiðarljósi og við minnum á að enn er hægt að skrá sig sem Heimsforeldri UNICEF hér á unicef.is.