14. október 2024

„Börn hefja engin stríð“

Yfirlýsing Catherine Russell, framkvæmdastjóra UNICEF, vegna áframhaldandi átaka í Mið-Austurlöndum

„Á hverjum degi sem líður er líf barna í Ísrael, Palestínu og Líbanon rifið í sundur á ólýsanlegan hátt vegna stríðsátaka. Öllum aðilum ber skylda til að vernda óbreytta borgara, þar á meðal börn, starfsfólk mannúðarstofnana og nauðsynlega borgaralega innviði á borð við skóla og heilbrigðisstofnanir. Og þeir verða að leyfa óhindrað og öruggt aðgengi að lífsbjargandi aðstoð. En þessar skyldur eru ítrekað og svívirðilega virtar að vettugi,“ segir Catherine Russell, framkvæmdastjóri UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, í yfirlýsingu sinni í dag.

„Börn hefja engin stríð og hafa engin völd til að binda enda á þau. En líf þeirra er engu að síður lagt í rúst vegna stríða. Tugþúsundir barna hafa verið drepin. Þúsundir eru í haldi, á flótta, orðin munaðarlaus, ekki í skóla og að glíma við þau margvíslegu áföll sem fylgja ofbeldi og stríði.“

„Dauði og þjáning barna er skammarleg. Daglegar blóðsúthellingar og hryllingur sem börn eru að upplifa eru svívirðing við grundvallargildi mannkyns. Ofbeldi gegn börnum, okkar viðkvæmustu einstaklingum, verður að stoppa.“

Fleiri
fréttir

20. janúar 2025

Aðgerðaráætlun UNICEF í fyrsta fasa vopnahlés á Gaza
Lesa meira

16. janúar 2025

UNICEF flytur hjálpargögn á hamfarasvæði í Tíbet
Lesa meira

15. janúar 2025

UNICEF fagnar löngu tímabæru vopnahléi á Gaza
Lesa meira
Fara í fréttasafn