10. september 2020

UNICEF krefst mannúðlegra lausna fyrir börn á flótta í Grikklandi

Staðan sem upp er komin á Lesbos, þar sem þúsundir barna á flótta eru nú heimilislaus eftir eldsvoðann í Moria-flóttamannabúðunum, undirstrikar enn og aftur hversu brýnt það er að finna tafarlaust mannúðlegar lausnir í málefnum barna á flótta í Evrópu þar sem réttindi barna eru virt.

Staðan sem upp er komin á Lesbos, þar sem þúsundir barna á flótta eru nú heimilislaus eftir eldsvoðann í Moria-flóttamannabúðunum, undirstrikar enn og aftur hversu brýnt það er að finna tafarlaust mannúðlegar lausnir í málefnum barna á flótta í Evrópu þar sem réttindi barna eru virt. Flóttamannabúðirnar á eyjunni Lesbos voru yfirfullar fyrir eldsvoðann og erfitt að verjast kórónaveirusmitum. Nú þegar búðirnar, sem voru heimili yfir 12 þúsund manns, eru brunnar er enn erfiðara að halda uppi smitvörnum og því mikil hætta á að veiran geti breiðst hratt út.

UNICEF heldur áfram að kalla eftir því að börn og aðrir viðkvæmir hópar fólks á flótta verði tafarlaust flutt í öruggt og viðeigandi húsaskjól á meginlandi Grikklands sem hluti af viðbragðsáætlun landsins við útbreiðslu COVID-19.

Sem fyrstu viðbrögð eftir brunann hefur UNICEF sett upp neyðarskýli þar sem meðal annars 150 fylgdarlaus börn fá skjól en nauðsynlegt er að finna varanleg úrræði fyrir öll þau börn sem eru nú í enn viðkvæmari stöðu en áður.

UNICEF hefur unnið með fylgdarlausum börnum og barnafjölskyldum á Lesbos í fleiri ár og sinnir meðal annars barnavernd, fjölskyldusameiningu, forvörnum og viðbrögðum gegn ofbeldi. Auk þess veitir UNICEF börnum aðgang að menntun utan skólakerfisins. Eftir eldsvoðann er brýn þörf á að útvega fleiri neyðartjöld, hreint vatn og hreinlætisvörur og hjálpa íbúum að verja sig gegn kórónaveirusmitum.

Neyðarsjóður UNICEF gerir okkur kleift að bregðast samstundis við þegar neyðarástand eins og þetta skapast. Hægt er að hjálpa hér.

Fleiri
fréttir

20. janúar 2025

Aðgerðaráætlun UNICEF í fyrsta fasa vopnahlés á Gaza
Lesa meira

16. janúar 2025

UNICEF flytur hjálpargögn á hamfarasvæði í Tíbet
Lesa meira

15. janúar 2025

UNICEF fagnar löngu tímabæru vopnahléi á Gaza
Lesa meira
Fara í fréttasafn