08. mars 2023

UNICEF og WHO bregðast við útbreiðslu kóleru í kjölfar jarðskjálftanna í norðurhluta Sýrlands

Bólusetningarátak gegn kóleru hófst í dag.

Sýrlensk börn fá kennslu í handþvotti í Raqqa þegar kólerufaraldri var fyrst lýst yfir í fyrra.

UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO), í samvinnu við heilbrigðisyfirvöld og aðra samstarfsaðila á vettvangi, hófu í dag bólusetningarátak gegn kóleru á jarðskjálftasvæðunum í norðvesturhluta Sýrlands. 

Um 90,000 Sýrlendingar hafa verið á vergangi í norðvesturhluta landsins eftir mannskæðu jarðskjálftana fyrir mánuði síðan og margir hafa leitað skjóls í yfirfullum búðum og móttökumiðstöðvum. Mikilvægir innviðir víðsvegar um Sýrland skemmtust í jarðskjálftunum, þar á meðal vatns- og hreinlætiskerfi sem skapar hættu á vatnsbornum sjúkdómum, þar á meðal kóleru.   

Frá því að kólerufaraldri var fyrst lýst yfir í Sýrlandi í september í fyrra hafa um 50 þúsund tilfelli verið tilkynnt í tveimur héruðum landsins, í Idlib og Aleppo. Þar af voru 18% tilfella í búðum fyrir fólk á vergangi innan Sýrlands. Eftir jarðskjálftana hafa yfir 1.700 ný tilfelli kóleru verið tilkynnt.  

Bólusetningarátakið í norðurhluta Sýrlands mun ná til barna frá eins árs aldri, sérstaklega þeirra sem búa á þeim svæðum sem urðu hvað verst úti í jarðskjálftunum og eru í mestri hættu á að smitast af kóleru. Alls verða 1,7 milljónir skammta af bóluefni gegn kóleru notaðir þar sem 1400 teymi heilbrigðisstarfsfólks munu ganga hús úr húsi yfir 10 daga tímabil.  

Kólera er bráðsmitandi þarmasýking og dreifist til að mynda með menguðu vatni. Við erfiðar aðstæður eins og eftir náttúruhamfarir er hætta á að smitsjúkdómar á borð við kóleru breiðist hratt út. Kólera getur verið banvæn, sérstaklega ungum börnum og því mjög mikilvægt er að bregðast hratt við til að koma í veg fyrir veikindi og dauðsföll. Bólusetningarátakið er eitt af mörgum inngripum UNICEF og samstarfsaðila til að sporna gegn útbreiðslu kóleru á hamfarasvæðunum.  

Neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi vegna jarðskjálftanna í Sýrlandi og Tyrklandi er enn í fullum gangi.

Fleiri
fréttir

20. janúar 2025

Aðgerðaráætlun UNICEF í fyrsta fasa vopnahlés á Gaza
Lesa meira

16. janúar 2025

UNICEF flytur hjálpargögn á hamfarasvæði í Tíbet
Lesa meira

15. janúar 2025

UNICEF fagnar löngu tímabæru vopnahléi á Gaza
Lesa meira
Fara í fréttasafn