11. ágúst 2020

Börn í Beirút í hættu – Neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi í fullum gangi

Nú tæpri viku frá mannskæðum sprengingum í Beirút eru tölur um slasaða og látna enn á reiki. Það hefur þó verið staðfest að þrjú börn létust í sprengingunni, þúsundir slösuðust og enn fleiri eru í hættu eftir að hafa misst heimili sín.

Nú tæpri viku frá mannskæðum sprengingum í Beirút eru tölur um slasaða og látna enn á reiki. Það hefur þó verið staðfest að þrjú börn létust í sprengingunni, þúsundir slösuðust og enn fleiri eru í hættu eftir að hafa misst heimili sín.

Gífurleg eyðilegging blasir við í borginni og ljóst er að mikið og erfitt uppbyggingarstarf er fyrir höndum sem laskaður efnahagur landsins ræður illa við. Sprengingarnar eyðilögðu og skemmdu meðal annars skóla, spítala og heilsugæslu, vatnsveitukerfi og aðra mikilvæga innviði í borginni.

Starfsfólk UNICEF í Líbanon vinnur hörðum höndum við að bregðast við þeirri miklu neyð sem nú ríkir í borginni. Meðal fyrstu aðgerða UNICEF og samstarfsaðila á vettvangi síðustu daga hafa verið að:

  • Bólusetja slasaða gegn stífkrampa og tryggja að hægt sé að bólusetja börn áfram gegn öðrum lífshættulegum sjúkdómum, en í sprengingunni eyðilögðust 10 gámar fullir af bóluefnum fyrir börn í landinu;
  • Útdeila vatni, mat og hreinlætisvörum, meðal annars með hjálp yfir 300 ungra sjálfboðaliða sem hafa náð til yfir 14 þúsund heimila;
  • Veita fjölskyldum, sem misstu allt sitt í sprengingunni, fjárhagsaðstoð.

Auk þess hefur UNICEF sett upp neyðartjald í miðborginni þar sem börn og fjölskyldur þeirra fá áfallahjálp og stuðning til að nálgast þá þjónustu sem þau þurfa, meðal annars húsaskjól og mat. Nú þegar hafa tæplega 700 börn og fjölskyldur þeirra nýtt sér þá þjónustu og mun UNICEF setja upp þrjú slík neyðartjöld til viðbótar í vikunni.

UNICEF á Íslandi stendur fyrir neyðarsöfnun fyrir börn í Líbanon sem búa nú við enn meira fæðuóöryggi, fátækt og þjónustuskerðingu í kjölfar sprenginganna.
Sendu sms-ið BARN í númerið 1900 til að styrkja hjálparstarf UNICEF um 1.900 krónur.

Þú getur líka styrkt neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi með frjálsu framlagi hér.

Við þökkum innilega öllum þeim fjölmörgu sem hafa lagt söfnuninni lið.

Fleiri
fréttir

20. desember 2024

Opnunartími skrifstofu um hátíðarnar
Lesa meira

19. desember 2024

BM Vallá og UNICEF á Íslandi undirrita samstarfssamning til þriggja ára 
Lesa meira

18. desember 2024

UNICEF: Börn í Sýrlandi þurfa frið
Lesa meira
Fara í fréttasafn