05. janúar 2022

Blóðug byrjun á nýju ári í Sýrlandi

„Bara síðustu fjóra daga, frá byrjun nýs árs, hafa tvö börn látið lífið og fimm til viðbótar særst í auknum átökum í norðvesturhluta Sýrlands“

5. janúar 2022 „Bara síðustu fjóra daga, frá byrjun nýs árs, hafa tvö börn látið lífið og fimm til viðbótar særst í auknum átökum í norðvesturhluta Sýrlands,“ segir Kambou Fofana, starfandi yfirmaður UNICEF í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku.

Hann lýsir þungum áhyggjum af stöðu mála í landshlutanum en rúmlega 70 prósent allra brota gegn börnum í Sýrlandi í fyrra áttu sér stað í norðvesturhluta landsins.

„Í vikunni var svo gerð árás á vatnsstöð sem UNICEF styrkir í þorpinu Arshani fyrir utan Idlib í norðvesturhéraðinu,“ segir Fofana í tilkynningu vegna málsins. „Árásin gerði það að verkum að þjónusta stöðvarinnar lá niðri og stöðvaði dreifingu á vatni til rúmlega 240 þúsund manns.“

Fofana fordæmir árásir sem þessar.

„Börn og mikilvæg þjónusta við þau ætti aldrei að þurfa að sæta árásum. Þetta skelfilega stríð gegn börnum í Sýrlandi hefur nú staðið í 11 ár. Hversu mikið lengur getur þetta viðgengist?“

UNICEF á Íslandi hefur undanfarin ár haldið úti neyðarsöfnun fyrir börn í Sýrlandi. Þau þurfa þína hjálp.

Til að styðja við neyðarsöfnunina er hægt að leggja frjáls framlög inn á
701-26-102040 kt. 481203-2950.

Eða senda SMS-ið STOPP í símanúmerið 1900 (1.900 kr.)

Nánar um styrktarleiðir hér á vefsíðu UNICEF á Íslandi.

Fleiri
fréttir

21. febrúar 2025

Þrjú ár af stríði í Úkraínu: Eitt af hverjum fimm börnum misst ættingja eða vin
Lesa meira

20. febrúar 2025

Bólusetning barna á Gaza heldur áfram
Lesa meira

17. febrúar 2025

Skólaganga hundruð þúsunda barna í hættu
Lesa meira
Fara í fréttasafn