12. mars 2022

Átök harðna í Jemen og börnum sem deyja fjölgar

Upphaf ársins 2022 hefur verið blóðugt fyrir börn og aðra saklausa borgara í hinu stríðshrjáða landi Jemen.

12. mars 2022 Upphaf ársins 2022 hefur verið blóðugt fyrir börn og aðra saklausa borgara í hinu stríðshrjáða landi Jemen. Átökin fóru stigvaxandi á síðasta ári en hafa aukist svo um munar víða um Jemen það sem af er ári. Er það ekki á bætandi í ríki sem sagt hefur verið versti staðurinn á jörðu til að vera barn vegna borgarastyrjaldarinnar sem þar hefur geisað síðustu ár.

„Á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs hafa minnst 47 börn ýmist látið lífið eða örkumlast í árásum víðs vegar um Jemen,“ segir Philippe Duamelle, fulltrúi UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, í Jemen.

„Frá því að átök hófust í Jemen fyrir nær sjö árum síðan hafa Sameinuðu þjóðirnar staðfest að 10.200 börn hafi látið lífið eða særst. Í raun eru þessar tölur vafalaust miklu, miklu hærri,“ segir Duamelle.

Hann ítrekar ákall UNICEF um að stríðandi fylkinga og allra þeirra sem áhrif hafa í þessum átökum að þeir tryggi öryggi óbreyttra borgara. Öryggi barna og velferð.

„Ofbeldi, eymd og sorg hafa fengið að ríkja í Jemen með skelfilegum afleiðingum fyrir milljónir barna og fjölskyldur þeirra. Það er löngu tímabært að pólitísk lausn finnist á málum svo saklausir borgarar og börn þeirra geti loks lifað í friði, eins og þau eiga rétt á,“ segir Duamelle að lokum.

Neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi fyrir börn í Jemen hefur staðið um árabil. Þú getur lagt þitt af mörkum til að styðja við umfangsmikil verkefni UNICEF í Jemen, við erfiðar aðstæður.

Fleiri
fréttir

20. desember 2024

Opnunartími skrifstofu um hátíðarnar
Lesa meira

19. desember 2024

BM Vallá og UNICEF á Íslandi undirrita samstarfssamning til þriggja ára 
Lesa meira

18. desember 2024

UNICEF: Börn í Sýrlandi þurfa frið
Lesa meira
Fara í fréttasafn