15. júní 2022

Ársskýrsla UNICEF á Íslandi 2021 komin út

Hlutfallslegur fjöldi Heimsforeldra á Íslandi sá hæsti á heimsvísu

Í dag fór fram ársfundur landsnefndar UNICEF á Íslandi. Á ársfundinum, sem var haldinn í Miðstöð Sameinuðu þjóðanna, kynnti Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, helstu niðurstöður úr starfsemi landnefndarinnar á árinu 2021 og ný ársskýrsla var gefin út. Tekjur UNICEF á Íslandi á árinu 2021 námu rúmum 852 milljónum króna, 6,6% hækkun milli ára, og komu tæplega 75% teknanna frá Heimsforeldrum sem styrkja UNICEF með mánaðarlegum framlögum. Hlutfallslegur fjöldi Heimsforeldra á Íslandi er sá hæsti á heimsvísu og framlag landsnefndarinnar til verkefna UNICEF það næsthæsta allra landsnefnda miðað við höfðatölu á síðasta ári.

Ítarlega umfjöllun og sundurliðun á starfi UNICEF á Íslandi á árinu 2021 má lesa í heild sinni í ársskýrslunni sem aðgengileg erhér.

Fleiri
fréttir

20. janúar 2025

Aðgerðaráætlun UNICEF í fyrsta fasa vopnahlés á Gaza
Lesa meira

16. janúar 2025

UNICEF flytur hjálpargögn á hamfarasvæði í Tíbet
Lesa meira

15. janúar 2025

UNICEF fagnar löngu tímabæru vopnahléi á Gaza
Lesa meira
Fara í fréttasafn