08. apríl 2022

Alvogen, Alvotech, Róbert Wessman og fjölskylda styrkja UNICEF

Gáfu alls 15 milljónir króna í neyðarsöfnun UNICEF vegna Úkraínu

Frá afhendingu styrksins.

Fyrirtækin Alvogen og Alvotech sem og Róbert Wessman og fjölskylda hans gáfu nú í vikunni alls 15 milljónir króna, eða 5 milljónir króna hvert, í neyðarsöfnun UNICEF vegna Úkraínu. Sannarlega glæsilegur stuðningur við mikilvæg verkefni UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna.

Róbert Wessman, forstjóri Alvogen og stjórnarformaður Alvogen og Alvotech:

„Við erum full þakklætis í garð starfsfólks UNICEF sem vinnur ómetanlegt starf í þágu barna. Stríðið í Úkraníu snertir okkur öll og starfsfólk UNICEF leggur mikið á sig til að lina þjáningar og koma nauðsynjum til þeirra sem þar þjást. Átökin standa okkur sem störfum á alþjóðavettvangi sérstaklega nærri og það er okkur ánægja að geta veitt þessu afar þarfa málefni lið.“

Alvotech, Alvogen og starfsfólk þeirra hafa áður stutt rausnarlega við bakið á starfi UNICEF. Til að mynda í fyrra með 100 þúsund dala styrk til UNICEF vegna COVAX-samstarfsins og sömuleiðis 3,2 milljóna króna framlagi í söfnun vegna neyðarástands sem skapaðist í Indlandi vegna útbreiðslu COVID-19 þar í landi.

Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, sagði við móttöku styrksins:

„Við erum Róbert Wessman og fjölskyldu hans, Alvotech og Alvogen innilega þakklát fyrir þennan mikilvæga stuðning við starf UNICEF vegna Úkraínu. Enn á ný eru Alvotech og Alvogen að reynast UNICEF og bágstöddum börnum dýrmætur bakhjarl með rausnarlegum stuðningi sínum við málstað Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Nú hafa um og yfir 60% allra barna í Úkraínu neyðst til að flýja heimili sín vegna stríðsins og UNICEF er að vinna gríðarlega mikilvæg og umfangsmikil verkefni þar í landi sem og í nágrannaríkjum við að tryggja öryggi, velferð og réttindi þessara barna.“

UNICEF á Íslandi þakkar Alvogen, Alvotech og Róberti Wessman og fjölskyldu hans hjartanlega fyrir stuðninginn sem mun svo sannarlega koma sér vel fyrir börn í neyð vegna stríðsins.

Fleiri
fréttir

20. janúar 2025

Aðgerðaráætlun UNICEF í fyrsta fasa vopnahlés á Gaza
Lesa meira

16. janúar 2025

UNICEF flytur hjálpargögn á hamfarasvæði í Tíbet
Lesa meira

15. janúar 2025

UNICEF fagnar löngu tímabæru vopnahléi á Gaza
Lesa meira
Fara í fréttasafn