Sú ákvörðun ýmissa ríkja að stöðva tímabundið greiðslur til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) mun hafa skelfilegar afleiðingar fyrir íbúa á Gaza. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stjórnendum fjórtán stofnana sem eiga sæti í Fastanefnd samhæfingar (e. Inter-Agency Standing Committe). Þar er biðlað til þjóðarleiðtoga að endurskoða ákvörðun sína enda mikilvægi UNRWA gríðarlegt fyrir íbúa Gaza.
„Ásakanir um aðild starfsfólks UNRWA að hræðilegum árásum á Ísrael þann 7. október eru sannarlega óhugnanlegar. Og eins og Aðalritari Sameinuðu þjóðanna hefur gefið út þá mun starfsfólk sem tekið hefur þátt í hryðjuverkum þurfa að svara til saka. En við megum ekki koma í veg fyrir að heil stofnun geti sinnt umboði sínu og verkefnum til að aðstoða fólk í skelfilegri neyð,“ segir í yfirlýsingu fulltrúa fastanefndarinnar sem fjórtán æðstu stjórnendur hinna ýmsu stofnana Sameinuðu þjóðanna og annarra mannúðarstofnana skrifa undir og birtist í dag.
„Þeir skelfilegu atburðir sem fylgt hafa 7. október á Gaza hafa orðið til þess að hundruð þúsunda eru nú heimilislaus og á barmi hungursneyðar. UNRWA eru stærstu mannúðarsamtökin á Gaza og hafa unnið að því að útvega mat, skjól og vernd fyrir íbúa, á sama tíma og þeirra eigið starfsfólk hafi látið lífið eða neyðst til að flýja.
Sú ákvörðun ýmissa aðildarríkja að frysta fjárframlög til UNRWA mun hafa skelfilegar afleiðingar í för með sér fyrir íbúa Gaza. Engin önnur stofnun hefur getuna eða aðstöðuna til að veita jafn umfangsmikla neyðaraðstoð og 2,2 milljónir íbúa Gaza þurfa svo nauðsynlega á að halda,“ segir í yfirlýsingunni.
„Við biðlum til þessara ríkja að endurskoða þessa ákvörðun.“
Í yfirlýsingunni segir að UNRWA hafi þegar lýst því yfir að ítarleg sjálfstæð rannsókn muni fara fram á stofnuninni auk þess sem Eftirlitsskrifstofa Sameinuðu þjóðanna hafi verið virkjuð.
„Að draga úr fjárstuðningi við UNRWA er hættulegt og myndi þýða algjört hrun mannúðarkerfisins á Gaza með víðtækar afleiðingar í mannúðar- og mannréttindamálum í Palestínu og víðar í heimshlutanum. Heimsbyggðin má ekki yfirgefa íbúa Gaza.“
Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni á ensku hér. En undir hana skrifar meðal annarra Catherine Russell, framkvæmdastjóri UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, ásamt fjölmörgum öðrum stofnunum Sameinuðu þjóðanna. Listinn í heild sinni:
- Martin Griffiths, Emergency Relief Coordinator and Under-Secretary-General for Humanitarian Affairs (OCHA)
- Jane Backhurst, Chair, ICVA (Christian Aid)
- Jamie Munn, Executive Director, International Council of Voluntary Agencies (ICVA)
- Amy E. Pope, Director General, International Organization for Migration (IOM)
- Volker Türk, United Nations High Commissioner for Human Rights (OHCHR)
- Paula Gaviria Betancur, United Nations Special Rapporteur on the Human Rights of Internally Displaced Persons (SR on HR of IDPs)
- Achim Steiner, Administrator, United Nations Development Programme (UNDP)
- Dr. Natalia Kanem, Executive Director, United Nations Population Fund (UNFPA)
- Filippo Grandi, United Nations High Commissioner for Refugees (UNHCR)
- Michal Mlynár, Executive Director a.i., United Nations Human Settlement Programme (UN-Habitat)
- Catherine Russell, Executive Director, UN Children’s Fund (UNICEF)
- Sima Bahous, Under-Secretary-General and Executive Director, UN Women
- Cindy McCain, Executive Director, World Food Programme (WFP)
- Dr. Tedros Adhanom Ghebreyesus, Director-General, World Health Organization (WHO)