23. júlí 2021

23 milljónir barna fengu ekki venjubundnar bólusetningar á síðasta ár

Eftir stöðugar framfarir undafarna áratugi hefur mikið bakslag orðið í venjubundnum bólusetningum barna vegna heimsfaraldurs Covid-19.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (World Health Organization) og UNICEF kynntu í síðustu viku fyrstu opinberu gögnin hvernig COVID-19 hefur haft áhrif á bólusetningar barna. Samkvæmt gögnunum voru um 23 milljónir barna um allan heim sem ekki fengu almennar bólusetningar á árinu 2020 – sem er 3,7 milljóna aukning frá árinu á undan og sú mesta síðan árið 2009.

Það sem veldur mestum áhyggjum er að allt að 17 milljónir barna fengu ekki eina einustu bólusetningu á síðasta ári. Flest þessara barna búa á átakasvæðum, afskekktum svæðum eða í fátækrahverfum þar sem þau standa frammi fyrir margvíslegum skorti - þar með talið takmarkaðan aðgang að grunnheilbrigðisþjónustu. Baráttan gegn Covid-19 hefur aukið álag á heilbrigðiskerfi um allan heim. Þannig hafa þau úrræði sem hefði átt að nota við bólusetningar barna verið notuð í baráttunni gegn heimsfaraldrinum.

„Á meðan ríki heimsins keppast um að útvega sér bóluefni við Covid-19 þá höfum við á sama tíma farið aftur á bak í öðrum bólusetningum sem hefur leitt til þess að börn eru í meiri hættu en áður á lífshættulegum sjúkdómum eins og mislingum, mænusótt og heilahimnubólgu“, sagði Tedros Adhanom Ghebreyeses, framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar.

Mikil hætta er að ef kæmi til frekari útbreiðslu þessara fyrirbyggjandi sjúkdóma þá yrðu afleiðingarnar skelfilegar, sérstaklega fyrir þau samfélög og heilbrigðiskerfi þar sem COVID-19 herjar enn af fullum þunga. Því hefur aldrei verið mikilvægara en nú að fjárfesta í venjubundnum bólusetningum barna.

Heimsfaraldur Covid-19 hefur þó ekki einungis haft áhrif á bólusetningar barna við smitsjúkdómum. Hlutfall stúlkna sem ekki hafa fengið bólusetningu gegn HPV hefur einnig aukist en bólusetningin verndar stúlkur gegn leghálskrabbameini síðar á ævinni. Áætlað er að um 1,6 milljónir fleiri stúlkna hafi ekki fengið bólusetninguna í þeim ríkjum sem bólusetja gegn HPV-veirunni.

Bólusetningar bjarga lífi barna

UNICEF er stærsti kaupandi/veitandi bóluefna í heiminum en stofnunin útvegar nauðsynleg bóluefni fyrir meira en helming barna um allan heim. Hvar sem UNICEF hrindir af stað bólusetningarátaki er lögð áhersla á að ná til allra barna. UNICEF, WHO og bóluefnisbandalagið Gavi vinna saman að því að koma bólusetningum barna aftur á sömu braut og fyrir Covid-19 með því að:

  • Styðja við heilbrigðiskerfi og bólusetningaherferðir svo að ríki geti framkvæmt venjubundnar bólusetningar barna á sem öruggastan hátt meðan á COVID-19 heimsfaraldurinn stendur yfir.
  • Aðstoða heilbrigðisstarfsfólk og aðra sem eiga í beinum samskiptum við almenning til að útskýra mikilvægi bólusetninga.
  • Bera kennsl á samfélög sem hafa farið á mis við bólusetningar.
  • Tryggja að bóluefni gegn COVID-19 sé skipulagt og fjármagnað á sjálfstæðan hátt svo það komi ekki niður á venjubundnum bólusetningum barna.
  • Koma á fót framkvæmdaráætlunum sérstakra ríkja til að koma í veg fyrir og bregðast við útbreiðslu fyrirbyggjandi sjúkdóma.
Fleiri
fréttir

20. janúar 2025

Aðgerðaráætlun UNICEF í fyrsta fasa vopnahlés á Gaza
Lesa meira

16. janúar 2025

UNICEF flytur hjálpargögn á hamfarasvæði í Tíbet
Lesa meira

15. janúar 2025

UNICEF fagnar löngu tímabæru vopnahléi á Gaza
Lesa meira
Fara í fréttasafn