10. mars 2022

15 milljónir í neyðarsöfnun frá Krónunni og viðskiptavinum

Á rúmri viku söfnuðust alls 15 milljónir króna í neyðarsöfnun Krónunnar og viðskiptavina hennar, í samstarfi við UNICEF á Íslandi, fyrir Úkraínu. Renna þær óskertar til neyðaraðstoðar í Úkraníu

10. mars 2022 Á rúmri viku söfnuðust alls 15 milljónir króna í neyðarsöfnun Krónunnar og viðskiptavina hennar, í samstarfi við UNICEF á Íslandi, fyrir Úkraínu. Renna þær óskertar til neyðaraðstoðar í Úkraníu þar sem UNICEF vinnur þrotlaust allan sólarhringinn við að veita íbúum landsins aðstoð sem verst verða úti. Viðskiptavinum Krónunnar bauðst að bæta 500 krónum við innkaup sín í verslunum og Snjallverslun Krónunnar og jafnaði Krónan hvert framlag.

Alexander Kolesnyk, verslunarstjóri Krónunnar á Granda kemur frá Úkraínu og fóru viðtökur viðskiptavina í söfnunni fram úr hans björtustu vonum. „Ég vil þakka viðskiptavinum Krónunnar fyrir þeirra mikilvæga framlag til aðstoðar úkraínskra barna og fjölskyldna og hefur verið frábært að fylgjast með þeim samtakamætti sem hefur myndast þegar neyðin er mest. Það er einnig mikilvægt að vinna á vinnustað sem tekur virkan þátt og bregst hratt við. Krónan á hrós skilið fyrir að gefa krónu á móti krónu í söfnuninni og þannig leggja sitt af mörkum til samlanda minna í Úkraínu,“ segir Alexander.

Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi er í skýjunum með viðtökur viðskiptavina. „Það er ljóst að viðskiptavinir Krónunnar eru með hjartað á réttum stað og þakklátir fyrir að fá tækifæri til að styðja við mikilvægt og þarft starf samhliða innkaupunum. Samstarf UNICEF við Krónuna er einstakt, þau stukku til við fyrsta kall, með metnað og alúð fyrir málefninu að leiðarljósi, og árangurinn leynir sér ekki,“ segir Birna.

Neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi fyrir börn í Úkraínu stendur sem hæst og getur þú lagt þitt af mörkum með því að smella hér.

Fleiri
fréttir

20. janúar 2025

Aðgerðaráætlun UNICEF í fyrsta fasa vopnahlés á Gaza
Lesa meira

16. janúar 2025

UNICEF flytur hjálpargögn á hamfarasvæði í Tíbet
Lesa meira

15. janúar 2025

UNICEF fagnar löngu tímabæru vopnahléi á Gaza
Lesa meira
Fara í fréttasafn