21. febrúar 2020

Börnin í Homs brenna rusl til að halda á sér hita

„Ég brenndi hann óvart á kinninni með logandi plasti sem ég var að nota til að kveikja á ofninum,“ segir Nahla, 13 ára, og er augljóslega leið þegar hún strýkur yfir örið á andliti yngri bróður síns.

21. febrúar 2020 „Ég brenndi hann óvart á kinninni með logandi plasti sem ég var að nota til að kveikja á ofninum,“ segir Nahla, 13 ára, og er augljóslega leið þegar hún strýkur yfir örið á andliti yngri bróður síns.

Fulltrúar UNICEF ræddu við Nöhlu, foreldra hennar og fimm systkini þar sem þú héldu til í köldu, ófrágengnu herbergi sem þau kalla nú heimili sitt í iðnaðarhverfi Hassia í útjaðri Homs í Sýrlandi. Fjölskyldan býr þar, líkt og margar aðrar, við afar frumstæðar og erfiðar aðstæður.

Eftir áralöng átök hefur svæðið sem þú búa á núna, um 46 kílómetra suður af borginni Homs, breyst í athvarf fyrir hundruð fjölskyldna sem neyðst hafa til að flýja heimili sín og búa sér til nýtt heimili í ókláruðum iðnaðarbyggingum, yfirgefnum verksmiðjum og íbúðum sem áður voru ætlaðir verkamönnum. Flestar eru þær gluggalausar og því eru fjölskyldurnar berskjaldaðar fyrir kuldanum nú þegar hitastigið heldur áfram að falla. Veturinn er kominn í Sýrlandi og frostið bítur.

Daglega fer Nahla ásamt systkinum sínum og öðrum börnum í hverfinu í „fjársjóðsleit“ um svæðið. Þau kunna að gera þetta að leik hverju sinni en ástæðan fyrir þessum leiðangri barnanna er að finna rusl, úrgang frá verksmiðjunum og annað sem hægt er að brenna til að halda hita á þeim og fjölskyldum þeirra. Það er eina leiðin fyrir flestar fjölskyldur í Hassia til að sækja sér hlýju yfir vetrarmánuðina.

„Stundum þurfum við að fara út í kuldann nokkrum sinnum á dag til að finna drasl til að brenna,“ útskýrir Nahla. Þessir leiðangrar eru síður en svo hættulausir enda börnin á ferð um varhugaverð byggingarsvæði, iðnaðarhúsnæði og eiga því á hættu að komast í tæri við alls kyns spilliefni og eiturgufur. Nú eða brunasár eins og Mustafa, tíu ára gamall bróðir Nöhlu.

„Pabbi fær stundum vinnu á daginn í hveitimyllu svo við gátum keypt ofn. En við höfum ekki efni á olíu til að kynda ofninn svo þetta er það eina sem við getum gert.“

Fjölskylda Nöhlu og Mustafa komu til Hassia fyrir rúmum tveimur mánuðum eftir nokkra mánuði á faraldsfæti og flótta undan harðnandi átökum í Hassakeh í norðausturhluta Sýrlands. Nágrannar þeirra voru svo góðir að lána þeim dýnur og teppi, sem ásamt brennandi rusli er þeirra eina vörn gegn kuldanum.

„Við flúðum heimili okkar í flýti og gátum ekki tekið mikið af eigum okkar með, hvað þá vetrarföt og teppi,“ segir Nahla.

UNICEF er á vettvangi í Sýrlandi og eitt mikilvægasta verkefni stofnunarinnar nú er að útdeila hlýjum vetrarfatnaði og hlýjum teppum til barna og fjölskyldna þeirra. Nýlega, þökk sé styrk frá stjórnvöldum í Kanada, fengu rúmlega 10 þúsund verst stöddu börnin í Homs-héraði vetrarpakka frá UNICEF sem inniheldur föðurland, vetrarjakka, ullarhúfu, trefil, hanska og vetrarskó.

Við minnum á áframhaldandi neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi fyrir börn í Sýrlandi. Þú getur gert þitt til að halda hita á börnunum í Homs og víðar í vetrinum kalda í Sýrlandi. Sendu SMS-ið TEPPI í númerið 1900 (1.400 kr.)

200 mjúkdýr af öllum stærðum og gerðum voru afhend.
Fleiri
fréttir

24. apríl 2024

Bólusetningar hafa bjargað 2,500 lífum ung- og smábarna á Íslandi
Lesa meira

19. apríl 2024

Þrjú börn létust í árásum í Úkraínu
Lesa meira

17. apríl 2024

Börn í Réttindaskólum sýna betri skilning á réttindum sínum og Barnasáttmálanum
Lesa meira
Fara í fréttasafn