18. október 2023

Yfirlýsing framkvæmdastjóra UNICEF, Catherine Russell, um árásina á Al Ahli sjúkrahúsið

„Ég er skelfingu lostin yfir fregnum af látnum og særðum börnum og konum eftir árásina á Al Ahli sjúkrahúsið á Gaza í gærkvöldi. Frekari upplýsingar um atburðina eru enn að berast og tala látinna óljós, en aðstæður á svæðinu hrikalegar ,“ sagði Catherine Russell, framkvæmdastjóri UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, í viðtali í gær.

„Þetta undirstrikar þau lífshættulegu áhrif sem stríðið hefur á börn og fjölskyldur. Á 11 dögum hafa hundruð barna týnt lífi sínu á hörmulegan hátt og þúsundir til viðbótar hafa slasast. Áætlað er að yfir 300 þúsund börn séu á flótta frá heimilum sínum,“ sagði Russell.

„Árásir á óbreytta borgara og borgaralega innviði, eins og sjúkrahús, eru algjörlega óviðunandi. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, ítrekar ákall sitt um tafarlaust vopnahlé til þess að tryggja vernd barna í neyð og aðgengi þeirra að mannúðaraðstoð,“ sagði Russell.

„Öll börn, sama hvar í heiminum, eiga skilið frið og öryggi,“ sagði Russell að lokum.

Fleiri
fréttir

14. janúar 2025

Leifar stríðs ógna lífi barna löngu eftir að sprengjurnar þagna
Lesa meira

08. janúar 2025

Blóðug byrjun á árinu fyrir börnin á Gaza
Lesa meira

20. desember 2024

Opnunartími skrifstofu um hátíðarnar
Lesa meira
Fara í fréttasafn