13. desember 2016

Aleppo: Fleiri en 100 börn föst í byggingu sem er undir stórfelldum árásum

„Það er kominn tími til að heimsbyggðin standi með börnum í Aleppo og endi martröð þeirra," sagði Geert Cappelaere, svæðisstjóri UNICEF í Miðausturlöndum í yfirlýsingu sem send var út rétt í þessu.

Ofbeldið heldur áfram að aukast í Aleppo og þúsundir barna þjást. Heimsbyggðin horfir á meðan þau verða fyrir hrottafengnum árásum. Neyðarsöfnun UNICEF fyrir Sýrland er enn í fullum gangi og framlög hafa streymt í hana nú í morgun.

UNICEF er í Aleppo og hefur ítrekað biðlað til aðila stríðsins um að hætta árásum á óbreytta borgara og borgaraleg skotmörk eins og skóla, leikskóla og sjúkrahús.

„Það er kominn tími til að heimsbyggðin standi með börnum í Aleppo til varnar og endi martröð þeirra,“ sagði Geert Cappelaere, svæðisstjóri UNICEF í Miðausturlöndum í yfirlýsingu sem send var út rétt í þessu.

Hann benti á að börn – hugsanlega fleiri en 100 – væru föst í byggingu sem væri undir stórfelldum árásum í austurhluta Aleppo. Þau væru ein eða aðskilin frá fjölskyldum sínum.

„Við hvetjum alla aðila átakanna til að leyfa öruggan og tafarlausan brottflutning allra barna,“ segir hann í yfirlýsingunni og minnir á að fylgdarlaus börn og börn sem hafa aðskilist frá fjölskyldum sínum hafi skýlausan rétt á að skrá sig hjá óháðum hjálparsamtökum og sameinast fjölskyldum sínum – hvar sem þær kunna að vera.

Svæðisstjóri UNICEF minnti í yfirlýsingu sinni á að borgarar sem óski þess að yfirgefa austurhluta Aleppo yrðu að fá að gera slíkt í öryggi og með reisn.

„Börnin í Aleppo eru á okkar ábyrgð og þau þurfa tafarlausa hjálp. Það eru engar fleiri afsakanir,“ sagði hann.

Starfsfólk UNICEF í Aleppo vinnur allan sólarhringinn við að veita börnum hjálp. Enn fremur er það í viðbragðsstöðu til að hjálpa til við brottflutning barna sem eru föst í austurhluta Aleppo.

Hægt er að styðja neyðarsöfnun UNICEF fyrir Sýrland hér eða með því að senda sms-ið STOPP í nr 1900 (1.900 kr).

Fleiri
fréttir

26. apríl 2024

Að bjarga sex lífum á mínútu í hálfa öld 
Lesa meira

24. apríl 2024

Bólusetningar hafa bjargað 2,500 lífum ung- og smábarna á Íslandi
Lesa meira

19. apríl 2024

Þrjú börn létust í árásum í Úkraínu
Lesa meira
Fara í fréttasafn