26. júní 2020

Ný hrollvekjandi skýrsla UNICEF um Jemen: Alvarlega vannærð börn verða 2,4 milljónir í árslok

Ný skýrsla UNICEF málar afar dökka mynd af ástandinu í Jemen og nánustu framtíð milljóna barna í landinu

Stríðið í Sýrlandi hefur staðið í fimm ár og haft þær afleiðingar að helmingur sýrlensku þjóðarinnar hefur þurft að flýja. Helmingurinn af flóttafólkinu er börn.

25. júní 2020 Ný skýrsla UNICEF málar afar dökka mynd af ástandinu í Jemen og nánustu framtíð milljóna barna í landinu. Fyrir árslok 2020 má gera ráð fyrir að alvarlega vannærð börn í hinu stríðshrjáða landi verði orðin 2,4 milljónir talsins.

Samkvæmt skýrslunni, sem ber yfirskriftina „Yemen Five Years On: Children, Conflict and COVID-19,“ kemur samdráttur í framlögum til neyðaraðstoðar vegna COVID-19 verulega illa niður á Jemenum enda reiða 80% íbúa sig á mannúðaraðstoð til að komast af.

Varað er við því að verulega laskað heilbrigðiskerfi Jemena og veikburða innviðir séu á engan hátt í stakk búin til að eiga við kórónaveirufaraldurinn og ljóst að skelfilegar aðstæður barna í landinu munu versna umtalsvert. Skýrslan sýnir að:

  • 30 þúsund fleiri börn munu fá alvarlega bráðavannæringu á næstu sex mánuðum og heildarfjöldi vannærðra barna undir fimm ára aldri mun ná 2,4 milljónum. Það jafngildir helmingi allra barna undir fimm ára í landinu og myndi þýða aukningu um 20 prósent.
  • 6.600 fleiri börn undir fimm ára aldri gætu látið lífið af orsökum sem auðvelt er að koma í veg fyrir á þessu ári. Aukning um 28 prósent.
  • Heilbrigðiskerfið er að hruni komið eftir fimm ára borgarastyrjöld. Aðeins helmingur heilbrigðisstofnana er starfhæfur. Mikill skortur á lyfju, búnaði og starfsfólki.
  • Fólk hefur ekki aðgang að hreinu vatni og hreinlætisaðstöðu sem stóreykur dreifingu COVID-19. Í skýrslunni segir að tæplega 9,6 milljónir barna skorti fullnægjandi aðgang að hreinu vatni, hreinlætisvörum og hreinlætisaðstöðu.
  • Vegna skólalokana eru 7,8 milljónir barna ekki að fá menntun.
  • Mikil fjarvera frá skóla og síversnandi efnahagur þjóðarinnar gerir börn berskjölduð gagnvart því að vera tekin í herinn, látin vinna þrælkunarvinnu eða þvinguð í hjónaband. Sameinuðu þjóðirnar hafa staðfest tilfelli um 3.467 börn, allt niður í tíu ára gömul, sem notuð hafa verið í hernaði stríðandi fylkinga í landinu síðustu fimm árin.

„Það er ekki hægt að leggja nógu mikla áherslu á umfang þessarar neyðar nú þegar börn, sem þegar voru að alast upp í verstu mannúðarkrísu veraldar, þurfa nú að takast á við COVID-19 og afleiðingar þess faraldurs,“ segir Sara Beysolow Nyanti, fulltrúi UNICEF í Jemen.

„Ef við fáum ekki fjármagn til að hjálpa þegar í stað munu milljónir barna svelta og þjást af vannæringu og mörg munu deyja. Alþjóðasamfélagið má ekki senda þau skilaboð að líf barna, sem lifa við stríð, sjúkdóma og fátækt, skipti ekki máli.

Í skýrslunni er varað við því að safnist ekki 54,5 milljónir dala fyrir heilbrigðisþjónustu og næringu fyrir lok ágúst muni:

  • 23.500 börn með alvarlega bráðavannæringu vera í lífshættu.
  • Allt að ein milljón barna munu ekki fá mikilvæg næringarefni og 500 þúsund óléttar konur og konur með barn á brjósti munu ekki fá nauðsynlega næringu, ráðgjöf og aðstoð.
  • Fimm milljónir barna undir fimm ára aldrei ekki fá bólusetningu við banvænum sjúkdómum.
  • 19 milljónir manna verða af heilbrigðisþjónustu. Þar af ein milljón óléttra kvenna, nýbakaðra mæðra og börn þeirra

[Greinin heldur áfram hér fyrir neðan]
UNICEF á Íslandi stendur fyrir neyðarsöfnun fyrir börn í Jemen sem búa við vatnsskort, hungur og eru berskjölduð fyrir afleiðingum COVID-19 faraldursins. Sendu sms-ið JEMEN í númerið 1900 til að styrkja UNICEF um 1.900 krónur.

Þú getur líka styrkt neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi með frjálsu framlagi hér.

Í skýrslunni er einnig varað við að nauðsynleg vatns- og hreinlætisþjónusta fyrir þrjár milljónir barna og samfélög þeirra muni byrja að loka frá enda júlí ef ekki næst að safna 45 milljónum dala. Þetta mun hafa enn frekari neikvæðari áhrif á rúmlega tvær milljónir vannærðra barna og heilsu þeirra ef hjálpargögn hætta að berast.

Alls er UNICEF að óska eftir 461 milljón dala vegna mannúðaraðstoðar í Jemen, og 53 milljónir dala til viðbótar svo hægt sé að bregðast við COVID-19 sérstaklega. Enn sem komið er hefur aðeins tekist að fjármagna 10 prósent af COVID-aðgerðunum og 39 prósent af heildarmannúðaraðstoðinni.

UNICEF starfar með Alþjóðaheilbrigðismálastofnunninni (WHO) stjórnvöldum víðs vegar um Jemen til að koma lífsnauðsynlegri hjálp og aðstoð til barna í neyð.

Meðal þess sem UNICEF gerir í Jemen:

  • Viðheldur heilbrigðisþjónustu og mannúðaraðgerðum fyrir börn um allt land. Meðal annars útvegar UNICEF hreint vatn og hreinlætisvörur, styður við menntun og verndar börn.
  • Fræðir almenning um COVID-19 og leiðir til að forðast smit með því að koma upplýsingum til rúmlega 16 milljóna manna.
  • Útvegar, flytur og dreifir hjálpargögnum fyrir kórónaveirufaraldurinn.
  • Bjargar lífum með því að þjálfa 30 þúsund heilbrigðisstarfsmenn í sóttvörnum og með því að dreifa þúsundum hreinlætispakka.

„UNICEF vinnur allan sólarhringinn við ótrúlega erfiðar aðstæður til að koma hjálpargögnum til barna í neyð. En okkur sárvantar fjármagn til að gera þetta,“ segir Nyanti. „Börn í Jemen þurfa frið og stöðugleika í landinu. Þar til svo verður þá verðum við að gera allt sem við getum til að bjarga lífum og verja barnæsku þeirra.“

Skýrsluna, Yemen Five Years On: Children, Conflict and COVID-19, má lesa í heild sinni hér.

UNICEF á Íslandi stendur fyrir neyðarsöfnun fyrir börn í Jemen sem búa við vatnsskort, hungur og eru berskjölduð fyrir afleiðingum COVID-19 faraldursins. Sendu sms-ið JEMEN í númerið 1900 til að styrkja UNICEF um 1.900 krónur.
Þú getur líka styrkt neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi með frjálsu framlagi hér.

Fleiri
fréttir

26. apríl 2024

Að bjarga sex lífum á mínútu í hálfa öld 
Lesa meira

24. apríl 2024

Bólusetningar hafa bjargað 2,500 lífum ung- og smábarna á Íslandi
Lesa meira

19. apríl 2024

Þrjú börn létust í árásum í Úkraínu
Lesa meira
Fara í fréttasafn