12. mars 2020

Yfirlýsing UNICEF vegna heimsfaraldurs: Óásættanlegt að ótti við veiruna sé notaður gegn viðkvæmum hópum

Sú staðreynd að Covid-19 kórónaveiran sé nú skilgreind sem heimsfaraldur þýðir ekki að hún sé nú orðin banvænni eða hættulegri en áður. Þessi skilgreinin er fremur viðurkenning á útbreiðslu veirunnar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu UNICEF vegna kórónaveirufaraldursins sem Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur nú skilgreint sem heimsfaraldur.

12. mars 2020 Sú staðreynd að Covid-19 kórónaveiran sé nú skilgreind sem heimsfaraldur þýðir ekki að hún sé nú orðin banvænni eða hættulegri en áður. Þessi skilgreinin er fremur viðurkenning á útbreiðslu veirunnar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu UNICEF vegna kórónaveirufaraldursins sem Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur nú skilgreint sem heimsfaraldur.

„UNICEF hefur unnið að undirbúningi og viðbragði við Covid-19 um allan heim, vitandi að veiran getur borist til barna og fjölskyldna í öllum löndum. Við munum halda áfram að vinna með stjórnvöldum og samstarfstarfsaðilum við að stöðva smitleiðir og halda börnum og fjölskyldum þeirra öruggum,“ segir í yfirlýsingunni.

„Á sama tíma lýsum við yfir áhyggjum af óbeinum áhrifum faraldursins og þeim aðgerðum sem verið er að grípa til og áhrifum þeirra á börn. Eins og skólalokanir, álag sem þær setja á grundvallarþjónustu í heilbrigðiskerfinu og efnahagsleg áhrif á fjölskyldur.“

„Ótti við vírusinn er líka að ala á fordómum og mismunun gagnvart hópum í viðkvæmri stöðu, eins og flóttafólki og hælisleitendum. Þetta er algjörlega óásættanlegt. Við munu halda áfram að vinna á vettvangi við að lágmarka óbein áhrif faraldursins á börn og spyrna við fordómum og tilraunum til að brennimerkja fólk.“

Falsupplýsingum dreift í nafni stofnana

Um síðustu helgi fordæmdi UNICEF að verið væri að dreifa falsfréttum og röngum upplýsingum um viðbragð og varnir við Covid-19 veirunni og að dæmi væru um að slíkum rangupplýsingum væri dreift í nafni UNICEF og annarra alþjóðastofnana sem njóta trausts.

„Við höfum aðeins eitt að segja við þá sem dreifa slíkum upplýsingum á tímum sem þessum: Hættið þessu! Að dreifa ónákvæmum upplýsingum og reyna að gera þær trúverðugar í nafni annarra sem njóta trausts er rangt og beinlínis hættulegt.“

UNICEF ítrekaði að almenningur ætti ávallt að leita upplýsinga hjá traustum aðilum, stofnunum og yfirvöldum hverju sinni en ekki skima fyrirsagnir á samfélagsmiðlum og netmiðlum sem byggi á óljósum heimildum.

Fleiri
fréttir

26. apríl 2024

Að bjarga sex lífum á mínútu í hálfa öld 
Lesa meira

24. apríl 2024

Bólusetningar hafa bjargað 2,500 lífum ung- og smábarna á Íslandi
Lesa meira

19. apríl 2024

Þrjú börn létust í árásum í Úkraínu
Lesa meira
Fara í fréttasafn