06. febrúar 2020

Boða átak til að bjarga 68 milljónum stúlkna frá kynfæralimlestingu

Tvö hundruð milljónir stúlkna og kvenna í heiminum í dag hafa sætt limlestingu á kynfærum sínum með tilheyrandi líkamlegu og sálrænu áfalli sem slíkri misþyrmingu fylgir.

Húsfylli á kynningu UNICEF þar sem skýrslan um börn sem líða efnislegan skort á Íslandi var kynnt.

6. febrúar 2020 Tvö hundruð milljónir stúlkna og kvenna í heiminum í dag hafa sætt limlestingu á kynfærum sínum með tilheyrandi líkamlegu og sálrænu áfalli sem slíkri misþyrmingu fylgir.

Í dag er alþjóðlegur dagur gegn limlestingum á kynfærum kvenna, eða International Day of Zero Tolerance for Female Genital Mutilation og af því tilefni hafa Henrietta Fore, framkvæmdastjóri UNICEF, Natalia Kanem, framkvæmdastjóri Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna, Phumzile Mlambo-Ngcuka, framkvæmdastjóri UN Women og Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) gefið út sameiginlega yfirlýsingu. Í henni er meðal annars boðað að aukin áhersla verði lögð á að uppræta limlestingar á kynfærum stúlkna með nýju og öflugu Generation Equality-átaki.

Þrátt fyrir að stuðningur við þessa grimmúðlegu aðgerðir fari dvínandi víða þá þýðir mannfjölgun í þeim löndum þar sem þessar aðgerðir tíðkast að tilfellum mun að líkindum fjölga næsta áratuginn. Áætla stofnanirnar að 68 milljónir stúlkna eigi á hættu að sæta limlestingum á kynfærum sínum næstu tíu árin. Bara í ár eiga 4,1 milljón stúlkna á hættu á að kynfærum þeirra verði misþyrmt með svokölluðum umskurði sem stofnar ekki aðeins lífi og heilsu þeirra í hættu heldur geta aðgerðirnar einnig valdið langvarandi sálrænu og félagslegu áfalli.

Ein besta leiðin til að uppræta þessa hefð er með baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna enda á aðgerðin og hefðin djúpstæðar rætur í kynjamisrétti.

Eitt af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun kveður á um að uppræta limlestingar á kynfærum kvenna fyrir árið 2030 og myndi það að binda enda á þessar aðgerðir hafa margvísleg afleidd áhrif á önnur markmiðanna tengd heilsu, velferð, menntun, umönnun og fleira.

„Nú er tíminn til að fjárfesta og umbreyta pólitískum skulbindingum í áþreifanlegar aðgerðir. Nú er tíminn til að gera meira og gera það betur og hraðar til að binda loks enda á þessa aðgerð í eitt skipti fyrir öll. Nú er tíminn til að efna loforð okkar til allra stúlka og ná markmiðum okkar um að uppræta limlestingar á á kynfærum stúlkna fyrir árið 2030,“ segir í sameiginlegu yfirlýsingu leiðtoganna.

Fleiri
fréttir

20. nóvember 2024

UNICEF: Framtíð barnæskunnar hangir á bláþræði í breyttum heimi 
Lesa meira

20. nóvember 2024

Ungmenni fá orðið á Alþjóðadegi barna: „Kæra fullorðna fólk– Hlustið á okkur“
Lesa meira

18. nóvember 2024

Þúsund dagar af stríði í Úkraínu: 16 börn drepin eða særð í hverri viku
Lesa meira
Fara í fréttasafn