24. janúar 2022

UNICEF óttast mjög um öryggi barna í norðausturhluta Sýrlands

Vaxandi átök í norðausturhluta Sýrlands eftir árás á Ghwayran-fangelsið í síðustu viku hafa kostað yfir 100 mannslíf og þúsundir eru nú á vergangi. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, óttast mjög um öryggi 850 barna sem eru í haldi, sum hver einungis 12 ára gömul.

Vaxandi átök í norðausturhluta Sýrlands eftir árás á Ghwayran-fangelsið í síðustu viku hafa kostað yfir 100 mannslíf og þúsundir eru nú á vergangi. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, óttast mjög um öryggi 850 barna sem eru í haldi, sum hver einungis 12 ára gömul. UNICEF kallar eftir því að öllum börnum í haldi verði tafarlaust sleppt.

Í norðausturhluta Sýrlands eru hátt í 10 þúsund börn og mæður þeirra í haldi eða föst í Al-Hol og Roj búðunum. Þau koma frá yfir 60 löndum og berjast við að halda lífi í skelfilegum aðstæðum og miklum vetrarhörkum. Þau eru öll í mjög viðkvæmri stöðu og þurfa vernd.

UNICEF bendir á að á meðan átökin halda áfram eykst hættan á því að börn verði fyrir skaða eða verði neydd til að ganga til liðs við vígahópa. Ofbeldið gæti einnig breiðst út til annarra fangelsa og í búðir fyrir fólk á flótta.

„UNICEF krefur alla aðila í norðausturhluta og annarsstaðar í Sýrlandi að vernda börn, alltaf. Við skorum enn og aftur á öll hlutaðeigandi aðildarríki að grípa til brýnna aðgerða í þágu barna og koma börnum og mæðrum þeirra aftur til sinna heimalanda,“ segir Bo Viktor Nylund, talsmaður UNICEF í Sýrlandi.

UNICEF heldur áfram að vinna með yfirvöldum á svæðinu, styðja við skipulagningu fyrir brottför, undirbúa börn og mæður þeirra til að snúa aftur heim til sinna heimalanda og hjálpa börnunum að aðlagast að nýju.

Nú eru næstum 11 ár síðan stríðið í Sýrlandi hófst. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, hefur veitt milljónum barna frá Sýrlandi neyðaraðstoð síðan stríðið hófst. Það hefði ekki verið hægt án víðtæks stuðnings almennings um allan heim, þar á meðal á Íslandi – bæði frá Heimsforeldrum og þeim sem stutt hafa neyðarsöfnunina okkar.

„Klukkan tifar fyrir börnin í norðausturhluta Sýrlands. Hver dagur skiptir máli og nú þarf samrýmdar aðgerðir,“ segir Nylund.

Fleiri
fréttir

20. janúar 2025

Aðgerðaráætlun UNICEF í fyrsta fasa vopnahlés á Gaza
Lesa meira

16. janúar 2025

UNICEF flytur hjálpargögn á hamfarasvæði í Tíbet
Lesa meira

15. janúar 2025

UNICEF fagnar löngu tímabæru vopnahléi á Gaza
Lesa meira
Fara í fréttasafn