18. mars 2020

UNICEF í heimsfaraldri: Börn fá hreint vatn og hreinlætisvörur til að berjast gegn veirunni

„Vika er síðan Covid-19 veiran var skilgreind sem heimsfaraldur og tilfellum fjölgar enn mikið. Hundruð milljóna barna eru ekki í skóla. Foreldrar og forráðamenn vinna að heiman eins og mögulegt er. Landamærum hefur verið lokað. Lífi fólks hefur verið snúið á haus,“ segir Henrietta Fore, framkvæmdastjóri UNICEF, í yfirlýsingu sem birt var í dag.

18. mars 2020 „Vika er síðan Covid-19 veiran var skilgreind sem heimsfaraldur og tilfellum fjölgar enn mikið. Hundruð milljóna barna eru ekki í skóla. Foreldrar og forráðamenn vinna að heiman eins og mögulegt er. Landamærum hefur verið lokað. Lífi fólks hefur verið snúið á haus,“ segir Henrietta Fore, framkvæmdastjóri UNICEF, í yfirlýsingu sem birt var í dag.

Hún bendir á líkt og aðrir að þetta eru vissulega fordæmalausir tíma fyrir okkur öll. En algeng spurning sé: Hvað er UNICEF að gera í þessu ástandi?

„Við hjá UNICEF erum að berjast gegn þessari nýju veiru, standa vörð um staðreyndir og berjast af öllum mætti gegn rangupplýsingaflæðinu. En við erum líka að hugsa um velferð starfsfólks okkar og fjölskyldna þeirra,“ segir Fore sem sjálf hefur ásamt starfsfólki höfuðstöðva UNICEF í New York unnið að heiman í vikunni.

„Líklega hefur starf okkar við að bjarga lífi, heilsu, menntun barna, veita þeim næringu og vernd aldrei verið mikilvægari en einmitt núna. Milljónir barna eru á vergangi, búa við stríð, deyja af völdum sjúkdóma sem hægt er að koma í veg fyrir með bólusetningu og þörf þeirra fyrir stuðning á tímum heimsfaraldurs hefur aldrei verið meiri.“

UNICEF vinnur að því að koma í veg fyrir dreifingu Covid-19 innan samfélaga í þeim löndum sem mest þurfa á að halda.

„Við erum að deila nákvæmum upplýsingum um hvernig fólk getur verndað fjölskyldur sínar, það sem einnig er mikilvægt er að við erum að útvega hreinlætisvörur, hreint vatn til handþvottar og læknisgögn til heilbrigðisstofnana og heilsugæsla. Þá vinnum við að skaðaminnkun áhrifa faraldursins á aðgengi barna að heilbrigðisþjónustu, menntun og félagsþjónustu.“

„Nú sem aldrei fyrr treystum við á áframhaldandi stuðning styrktaraðila okkar í eilífri baráttu okkar fyrir þá sem ekkert eiga og engan eiga að.“

Þetta er UNICEF að gera til að bregðast við COVID-19 faraldrinum:

  • Grípum til nauðsynlegra aðgerða á starfsstöðvum UNICEF til að koma í veg fyrir smit og vinna gegn útbreiðslu með sóttvörnum. Meðal annars með því að útvega hreint vatn, hreinlætisvörur, heilbrigðisþjónustu. Við vitum öll hversu handþvottur er mikilvægur nú um stundir.
  • Áreiðanleg upplýsingagjöf til almennings og virkjun samfélaga til aðgerða. Barátta gegn rangupplýsingum og falsfréttum.
  • Vernd barna, þar á meðal félags- og sálfræðiþjónusta.
  • Að tryggja að börn hafi aðgang að samfelldri menntun og flosni ekki upp frá námi við þær aðstæður sem nú eru.

UNICEF þarf á þínum stuðningi að halda til að ná til og vernda þennan viðvæma hóp barna og fjölskyldna þeirra við þessar erfiðu aðstæður gegn heimsfaraldri Covid-19 kórónaveirunnar. Þú getur lagt þitt af mörkum með því að senda SMS-ið BARN í númerið 1900 (1.900 kr.).

Þú getur einnig styrkt söfnun UNICEF á Íslandi með framlagi að eigin vali hér.

Fleiri
fréttir

19. apríl 2024

Þrjú börn létust í árásum í Úkraínu
Lesa meira

17. apríl 2024

Börn í Réttindaskólum sýna betri skilning á réttindum sínum og Barnasáttmálanum
Lesa meira

15. apríl 2024

Ár af stríði í Súdan: Hvergi fleiri börn á flótta í heiminum
Lesa meira
Fara í fréttasafn