27. mars 2020

UNICEF yfirstígur hindranir í heimsfaraldri og heldur áfram að útvega hjálpargögn

Þrátt fyrir erfiðar aðstæður í heimsfaraldri COVID-19 heldur UNICEF áfram að yfirstíga hindranir við að útvega og flytja hjálpargögn til þjóða sem á þurfa að halda.

Í þingsályktun Alþingis um áætlun um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands 2013-2016 er UNICEF nefnd sem ein af fjórum lykilstofnunum í fjölþjóðlegri þróunarsamvinnu.

29. mars 2020 Þrátt fyrir erfiðar aðstæður í heimsfaraldri COVID-19 heldur UNICEF áfram að yfirstíga hindranir við að útvega og flytja hjálpargögn til þjóða sem á þurfa að halda.

UNICEF er í viðræðum við hátt í þúsund birgja og framleiðendur um allan heim til að finna lausnir á núverandi markaðstakmörkunum. UNICEF hefur tekist að tryggja sér mikilvæg hjálpargögn á næstu mánuðum, eins og 26,9 milljónir skurðgríma, 4,8 milljónir öndunargríma, 6 milljónir hlífðarbúninga, 7,1 milljón skurðsloppa, 1,5 milljónir hlífðargleraugu og 29 þúsund hitamæla með innrauðum geisla.

„Þrátt fyrir að hraði og skali þessa faraldurs geri það að verkum að áskoranir eru fleiri en ella þá höldum við áfram að tryggja að mikilvæg hjálpargögn berist þeim sem þurfa mest á að halda,“ segir Etleva Kadilli, birgðastjóri risavöruhúss UNICEF í Kaupmannahöfn. „Það er forgangsverkefni hjá okkur að verja heilbrigðisstarfsfólk. Það eru hetjurnar í framlínunni sem vinna sleitulaust að umönnun og stuðningi við börn og fjölskyldur í þessum heimsfaraldri.“

Frá upphafi faraldursins hefur UNICEF útvegað 4,3 milljónir hanska, tæplega 600 þúsund skurðgrímur, 98 þúsund N95 öndunargrímur, 156 þúsund sloppa og tæplega 13 þúsund hlífðargleraugu til landa og svæða í neyð.

Meðal annars til Hubei-héraðs í Kína, Tehran í Íran, Pakistan, Til stendur svo að senda mun meira af hjálpargögnum til Kóreu, Eritreu, Indónesíu, Palestínu og Venesúela og súrefnisþjöppur til Suður-Súdan, Kongó, Eritreu, Úkraínu og Afganistan.

Risavöruhús UNICEF í Kaupmannahöfn er áfram í fullri starfsemi og er unnið þar á vöktum 7 daga vikunnar. Auk þess að útvega hreinlætisvörur, vatn, heilbrigðisvörur og menntagögn er áfram unnið að því að senda hjálpargögn á svæði þar sem mannúðarkrísur voru fyrir. Eins og Jemen, Sýrland og Kongó.

UNICEF hefur áætlað að fjárþörf þess, sem hluta af alþjóðlegri aðgerðaáætlun Sameinuðu þjóðanna í baráttunni gegn COVID-19 séu 651,6 milljónir dala.

UNICEF þarf á þínum stuðningi að halda til að ná til, vernda og aðstoða viðkvæman hóp barna og fjölskyldur þeirra í erfiðum aðstæðum í heimsfaraldri Covid-19 kórónaveirunnar. Þú getur lagt þitt af mörkum með því að senda SMS-ið BARN í númerið 1900 (1.900 kr.).

Þú getur einnig styrkt söfnun UNICEF á Íslandi með framlagi að eigin vali hér.

Fleiri
fréttir

27. mars 2024

Níu ár af stríði í Jemen: Milljónir barna vannærð
Lesa meira

15. mars 2024

Þrettán ár af stríði í Sýrlandi: UNICEF aðstoðaði milljónir í fyrra en þörfin aldrei meiri
Lesa meira

13. mars 2024

Sögulegur árangur í baráttunni gegn barnadauða
Lesa meira
Fara í fréttasafn