28. apríl 2020

UNICEF á Íslandi kannar skoðanir barna á kórónaveirunni

Börn eiga rétt á því að á þau sé hlustað. Það á sérstaklega við á krísutímum eins og nú, þegar börn takast við nýjan veruleika í kórónaveirufaraldrinum. Það er mikilvægt að við spyrjum börn hvaða áhrif breytingar af hans völdum hafa haft á þau

28. apríl 2020 Börn eiga rétt á því að á þau sé hlustað. Það á sérstaklega við á krísutímum eins og nú, þegar börn takast við nýjan veruleika í kórónaveirufaraldrinum. Það er mikilvægt að við spyrjum börn hvaða áhrif breytingar af hans völdum hafa haft á þau, því það hjálpar okkur sem foreldrum að skilja þarfir barnanna okkar og hjálpar okkur jafnframt sem samfélag að mæta þeim þörfum betur.

UNICEF á Íslandi býður því börnum að taka þátt í nýrri spurningalistakönnun þar sem þeim gefst kostur á að svara spurningum um kórónaveiruna, líðan sína og skoðanir. Könnunin byggir á verkefni barnasálfræðinga frá Noregi og Bretlandi og er unnin í samstarfi við landsnefndir UNICEF í Noregi og á Íslandi. Svörin verða notuð til að vekja athygli á skoðunum barna og hafa áhrif á hvernig við sem samfélag tökumst á við afleiðingar COVID-19 heimsfaraldursins.

Til að taka þátt í könnuninni þurfa yngri börn aðstoð foreldris eða forsjáraðila en við viljum líka heyra frá unglingum sem ættu að geta leyst spurningakönnunina án aðstoðar. Það þarf bara að leggja könnunina fyrir þau. Öll svör eru ópersónugreinanleg en mikilvægt að bæði barn og foreldri/forsjáraðili séu samþykk því að taka þátt í könnuninni.

Hér gefst foreldrum tækifæri til að ræða áhrif kórónaveirunnar við börnin sín. Könnunin leiðir foreldra í gegnum 16 spurningar um líf og líðan barnsins og geta foreldrar jafnframt nýtt sér stuðningsefni UNICEF um hvernig hægt sé að ræða kórónaveiruna við börn. Könnunin styrkir þannig rödd barna á þeirra eigin heimili og sameiginlega munu svörin varpa ljósi á líðan og skoðanir barna á Íslandi.

Könnunin er aðgengileg hér.

Fleiri
fréttir

20. desember 2024

Opnunartími skrifstofu um hátíðarnar
Lesa meira

19. desember 2024

BM Vallá og UNICEF á Íslandi undirrita samstarfssamning til þriggja ára 
Lesa meira

18. desember 2024

UNICEF: Börn í Sýrlandi þurfa frið
Lesa meira
Fara í fréttasafn