21. október 2020

Áríðandi tilkynning varðandi skólapeysur UNICEF

UNICEF biður því alla kaupendur, sem fengið hafa barnapeysur afhentar, að fjarlægja reimarnar úr peysunum, eða skila þeim gegn fullri endurgreiðslu.

Kæru vinir.

Í ljós hefur komið að fyrir mistök hjá framleiðanda reyndust reimar í barnapeysunum okkar vera of langar og standast þær því ekki kröfur sem gerðar eru til slíkra aukahluta í fatnaði. UNICEF á Íslandi setur eðlilega öryggi í algjöran forgang og hefur brugðist strax við ábendingum um þessi mistök og höfum við ráðfært okkur við Neytendastofu. Samkvæmt upplýsingum sem fengust frá stofnuninni biðjum við því alla kaupendur, sem fengið hafa peysur afhentar, að fjarlægja þegar reimarnar úr peysunum, eða skila þeim gegn fullri endurgreiðslu. Sömuleiðis mun UNICEF á Íslandi fjarlægja reimar úr öllum ósendum pöntunum á barnapeysum.

UNICEF á Íslandi hefur sent öllum þeim sem keypt hafa peysur póst þar sem þeim er tilkynnt um þessa valmöguleika. Við biðjumst innilegrar afsökunar á þessum mistökum.

Fleiri
fréttir

20. desember 2024

Opnunartími skrifstofu um hátíðarnar
Lesa meira

19. desember 2024

BM Vallá og UNICEF á Íslandi undirrita samstarfssamning til þriggja ára 
Lesa meira

18. desember 2024

UNICEF: Börn í Sýrlandi þurfa frið
Lesa meira
Fara í fréttasafn