10. febrúar 2017

Sýrland eða seinni heimsstyrjöldin?

UNICEF frumsýndi nýverið áhrifaríkt myndband þar sem tvinnaðar eru saman sögur sýrlensk drengs á flótta og drengs sem flúði í seinni heimstyrjöldinni. Myndbandið sýnir glöggt þann viðvarandi vanda sem steðjar að börnum á flótta.

UNICEF frumsýndi nýverið áhrifaríkt myndband þar sem tvinnaðar eru saman sögur sýrlensk drengs á flótta og drengs sem flúði í seinni heimstyrjöldinni. Myndbandið sýnir glöggt þann viðvarandi vanda sem steðjar að börnum á flótta.

Í þessari tveggja mínútna löngu mynd skiptast á sögur hins 12 ára gamla Ahmeds frá Damaskus í Sýrlandi og hins 92 ára gamla Harrys frá Berlín í Þýskalandi um hvernig þeir neyddust til þess að flýja heimili sín. Þeir segja frá átakanlegu ferðalagi sínu í leit að öryggi. Þrátt fyrir að 70 ár skilji þá að þá eiga þessar tvær sögur margt sameiginlegt og brugðið er upp myndefni af sýrlensku flóttafólki í bland við sögulegt myndefni úr seinni heimsstyrjöldinni.

Í myndinni lýsa Ahmed og Harry hræðilegri lífsreynslu sinni, árásum á heimili og skóla, hvernig þeir neyddust til að flýja af ótta um líf sitt og segja frá háskalegum ferðum bæði á landi og sjó.

Harry fann að lokum griðarstað í Bretlandi þar sem hann hefur búið allar götur síðan en Ahmed komst í örugga höfn í Svíþjóð þar sem hann sameinaðist fjölskyldu sinni og hóf skólagöngu að nýju.

Á heimsvísu hefur nálægt 50 milljónum barna verið kippt upp með rótum. Um 28 milljónir hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna átaka, sem þau hafa ekkert með að gera og milljónir til viðbótar hafa lagt land undir fót í von um betra og öruggara líf.

Ofan á áföllin sem börnin hafa orðið fyrir á flótta sínum undan átökum og ofbeldi bætast við enn fleiri ógnir; Meiðsl og dauði á hættulegum ferðum yfir land og sjó, vannæring og vökvaskortur, mansal, nauðganir, mannrán og jafnvel manndráp.

„Þörfin fyrir aðstoð til flóttamanna hefur aldrei verið meiri. Þeir þarfnast okkar stuðnings sem aldrei fyrr. Við vonum að þessi mynd sé áminning um það að á bak við fyrirsagnirnar eru sögur einstakra barna. Ekki flóttabarna, ekki barna innflytjenda heldur raunverulegra barna sem eiga sér bara þann draum að búa við öryggi og fá tækifæri á bjartari framtíð,“ segir Paloma Escudero, yfirmaður hjá UNICEF.

Í dag eru börn meira en helmingur allra þeirra sem eru á flótta í heiminum, þrátt fyrir að vera minna en þriðjungur jarðarbúa. Árið 2015 voru hér um bil 45% allra barna á flótta frá einungis tveimur löndum: Sýrlandi og Afganistan.

Um þriðjungur allra barna á flótta kemur frá aðeins tíu löndum.

Fleiri
fréttir

27. mars 2024

Níu ár af stríði í Jemen: Milljónir barna vannærð
Lesa meira

15. mars 2024

Þrettán ár af stríði í Sýrlandi: UNICEF aðstoðaði milljónir í fyrra en þörfin aldrei meiri
Lesa meira

13. mars 2024

Sögulegur árangur í baráttunni gegn barnadauða
Lesa meira
Fara í fréttasafn