Hjálpa börnum eftir jarðskjálfta í Tyrklandi og Sýrlandi

gefa 3.000 kr.

Upplýsingar um þig
Hjálpaðu

Sendu SMS-ið STOPP í númerið 1900 til að styrkja um 2.900 krónur (Síminn og Nova).

Söfnunarreikningur fyrir frjáls framlög: 701-26-102040 kennitala: 481203-2950


Stríðið í Sýrlandi hefur nú staðið yfir í nær 13 ár og 14,6 milljónir Sýrlendinga, þar af 7 milljónir barna þurfa á mannúðaraðstoð að halda. 6,9 milljónir íbúa eru á vergangi innan landsins eftir að hafa neyðst til að flýja heimili sín. Milljónir Sýrlendinga hafa flúið yfir landamærin til nágrannaríkja og víðar og búa nú í flóttamannabúðum við óásættanlegar aðstæður.

UNICEF hefur frá upphafi stríðs og allar götur síðan 1970 verið á vettvangi í Sýrlandi til að tryggja velferð og réttindi barna þar í landi. Unnið að því að tryggja börnum skjól, menntun, næringu og heilbrigðisþjónustu.

Áframhaldandi stuðningur þinn við börn í Sýrlandi skiptir máli, þar sem ekkert barn ber ábyrgð á stríði. En afleiðingar þeirra koma ávallt verst niður á þeim.