26. maí 2021

Starfsmenn Alvotech bregðast við neyðarástandi á Indlandi

„Við erum meira en 100 manns frá Indlandi hér á landi sem tengjumst Alvotech, sem starfsmenn eða fjölskyldumeðlimir starfsmanna. Ástandið á Indlandi núna er verulega slæmt og við erum að ganga í gegnum erfiða tíma þar sem sumir samstarfsmenn hafa misst fjölskyldumeðlimi og ástvini vegna COVID. Við erum við djúpt snortin af umhyggju stjórnenda og samstarfsmanna okkar,“ segir Kathir Narayanan, framleiðslustjóri hjá Alvotech og einn starfsmannanna sem stendur að fjáröfluninni.

Okkur fannst UNICEF-treyjurnar taka sig sérstaklega vel út á landsliðæfingunni!

Starfsmenn Alvotech hafa komið af stað fjáröflun innan fyrirtækisins til að bregðast við skelfilegum afleiðingum COVID-19 á Indlandi. Hjá fyrirtækinu starfar fjöldi manns frá Indlandi og vildu samstarfmenn þeirra sýna samhug í verki og styðja neyðaraðgerðir UNICEF þar í landi.

„Við erum meira en 100 manns frá Indlandi hér á landi sem tengjumst Alvotech, sem starfsmenn eða fjölskyldumeðlimir starfsmanna. Ástandið á Indlandi núna er verulega slæmt og við erum að ganga í gegnum erfiða tíma þar sem sumir samstarfsmenn hafa misst fjölskyldumeðlimi og ástvini vegna COVID. Við erum djúpt snortin af umhyggju stjórnenda og samstarfsmanna okkar,“ segir Kathir Narayanan, framleiðslustjóri hjá Alvotech og einn starfsmannanna sem stendur að fjáröfluninni.

Kathir segir að heilbrigðiskerfið ráði á engan hátt við faraldurinn og að mikill skortur sé á súrefni og gjörgæslurýmum fyrir alvarlega veika. Indland er eitt fjölmennasta ríki heims og útbreiðsla COVID-19 hefur verið stjórnlaus síðan önnur bylgja faraldursins hófst þar í febrúar. Þúsundir láta lífið á degi hverjum og spítalar eru yfirfullir og anna ekki eftirspurn. Veiran breiðist nú einnig hratt um nærliggjandi lönd þar sem heilbrigðiskerfin hafa enga burði til að sinna þeim fjölda sjúklinga sem veikjast.

„Ástandið á Indlandi af völdum Covid-19 lætur engan ósnortinn. Málið stendur okkur hjá Alvotech nærri þar sem fjöldi Indverja hefur flust búferlum til Íslands til að starfa hjá okkur. Við viljum sýna okkar fólki og indversku þjóðinni stuðning í verki og höfum því sett af stað söfnun innan fyrirtækisins, sem fyrirtækið mun mæta með öflugu mótframlagi. Við þökkum UNICEF fyrir þeirra framlag í baráttunni gegn Covid-19,“ segir Róbert Wessman, stjórnarformaður Alvotech.

UNICEF sendir út neyðarákall

Hröð útbreiðsla COVID-19 í Suður-Asíu er áskorun sem allur heimurinn þarf að bregðast við. Í Suður-Asíu búa tveir milljarðar manns og á hverri sekúndu greinist þar nýtt smit. Á 17 sekúndna frestir deyr þar einhver af völdum sjúkdómsins. Indland hefur orðið mjög illa úti og ástandið hefur einnig versnað mikið í Nepal og Srí Lanka. Nú er hætta á að útbreiðslan verði einnig stjórnlaus í Bangaless, Afghanistan, Pakistan og Bútan.

Vart þarf að fjölyrða um hversu skelfilegar afleiðingar ástandið hefur fyrir börn sem missa foreldra og fjölskyldumeðlimi, upplifa mikinn ótta og kvíða og komast ekki undir læknishendur ef þau veikjast. Óttast er að á Indlandi verði flest dauðsföll barna undir fimm ára aldri vegna raskana á heilbrigðisþjónustu ef ekki er brugðist tafarlaust við.

UNICEF og samstarfsaðilar vinna nú í kappi við tímann við að tryggja öryggi barna og fjölskyldna þeirra. UNICEF hefur þegar útvegað nauðsynleg sjúkragögn, súrefnisbirgðir, milljónir andlitsgríma og skimunarbúnað. Auk þess er áhersla lögð á fræðslu um smitvarnir og að styðja uppbyggingu heilbrigðiskerfisins til að hægt sé að sinna börnum og mæðrum sem þurfa nauðsynlega á mikilvægu ungbarna- og mæðraeftirliti að halda. UNICEF styður einnig stjórnvöld við að skipuleggja bólusetningaáætlanir og tryggja að bóluefni við COVID-19 verði dreift jafnt til allra íbúa landsins.


Brýnna aðgerða er þörf og kallar UNICEF eftir auknum stuðningi til að útvega og koma lífsnauðsynlegum hjálpargögnum til íbúa Indlands. Þetta er áskorun sem allur heimurinn þarf að bregðast við því fljótt getur nýtt afbrigði veirunnar og afleiðingar þess breiðst út.

Hægt er að styðja neyðaraðgerðir UNICEF á Indlandi með frjálsu framlagi hér.

Fleiri
fréttir

20. janúar 2025

Aðgerðaráætlun UNICEF í fyrsta fasa vopnahlés á Gaza
Lesa meira

16. janúar 2025

UNICEF flytur hjálpargögn á hamfarasvæði í Tíbet
Lesa meira

15. janúar 2025

UNICEF fagnar löngu tímabæru vopnahléi á Gaza
Lesa meira
Fara í fréttasafn