Viðurkenningar

Réttindaskóli og -frístund

Viðurkenning Réttindaskóla og -frístundar er veitt leik- og grunnskólum, frístundaheimilum og félagsmiðstöðvum að undangengnu mati á árangri við innleiðingu Barnasáttmálans. Á þriggja ára fresti geta þátttakendur sótt um endurmat til þess að halda viðurkenningunni. Árið 2017 fengu fyrstu skólarnir og frístundaheimilin viðurkenningu og voru Laugarnesskóli, Flataskóli, Krakkakot og Laugasel svo fyrst til að hljóta viðurkenninguna í annað sinn árið 2019.

Leikskólar, grunnskólar, frístundaheimili og félagsmiðstöðvar sem hlotið hafa viðurkenningu:

Akureyri

  • Giljaskóli (2020, endurmat 2023)
  • Naustaskóli (2023)
  • Iðavöllur, Akureyri (2023)
  • Klappir, Akureyri (2023)
  • Síðuskóli, Undirheimar og frístund Síðuskóla (2024)
  • Krógaból, Akureyri (2024)
  • Kiðagil, Akureyri (2024)
  • Hulduheimar, Akureyri (2024)

Borgarbyggð

  • Grunnskóli Borgarfjarðar (2024)

Kópavogur

  • Snælandsskóli, frístundaheimilið Krakkaland og félagsmiðstöðin Ígló (2021, endurmat 2024)
  • Vatnsendaskóli, frístundaheimilið Stjörnuheimar og félagsmiðstöðin Dimma (2022)
  • Arnarsmári, Kópavogur (2022)
  • Álfaheiði, Kópavogur (2022)
  • Furugrund, Kópavogur (2022)
  • Kópahvoll, Kópavogur (2022)
  • Sólhvörf, Kópavogur (2022)
  • Álfhólfsskóli, Pegasus og Álfhóll (2024)
  • Kópavogsskóli, Kjarninn og Stjarnan (2024)
  • Lindaskóli, Jemen og Demantabær (2024)

Garðabær

  • Flataskóli og frístundaheimilið Krakkakot (2017, endurmat 2019, 2022)

Reykjanesbær

  • Háaleitisskóli Ásbrú (2021, endurmat 2024)

Reykjavík

  • Laugarnesskóli og frístundaheimilið Laugarsel (2017, endurmat 2019, 2022)
  • Laugalækjarskóli og félagsmiðstöðin Laugó (2018, endurmat 2021)
  • Frístundaheimilið Dalheimar (2018, endurmat 2022)
  • Frístundaheimilið Frostheimar (2019, endurmat 2023)
  • Grandaskóli og frístundaheimilið Undraland (2019)
  • Melaskóli og frístundaheimilið Selið (2019, endurmat 2023)
  • Hagaskóli og félagsmiðstöðin Frosti (2019)
  • Vesturbæjarskóli og frístundaheimilið Skýjaborgir (2019, endurmat 2022)
  • Borgarskóli og frístundaheimilið Hvergiland (2023)
  • Engjaskóli og frístundaheimilið Brosbær (2023)
  • Háteigsskóli, 105 og Halastjarnan (2024)
  • Gullborg, Reykjavík (2024)
  • Laugasól, Reykjavík (2024)
  • Vinagerði, Reykjavík (2024)
  • Ævintýraborg Eggertsgötu, Reykjavík (2024)
  • Ungbarnaleikskólinn Bríetartúni, Reykjavík (2024)

Góð reynsla í

þúsundum skóla

Rannsóknir á áhrifum Réttindaskóla hafa sýnt fram á jákvæð áhrif verkefnisins í Bretlandi þar sem ríflega 2.500 skólar taka þátt í verkefninu. Síðan þá hafa margar landsnefndir UNICEF komið á fót sambærilegum verkefnum, meðal annars í Kanada, Þýskalandi, Svíþjóð, Danmörk, Slóveníu, Portúgal og nú á Íslandi.  Háskólarnir í Sussex og Brighton framkvæmdu rannsókn á áhrifum Réttindaskóla í Bretlandi og fylgdu rannsakendur Réttindaskólunum eftir í þrjú ár.  Í kjölfarið var gerð úttekt á áhrifum innleiðingar í níu Réttindaskólum í Bretlandi.

Niðurstöður sýndu að:

  • Umræður um gildi Barnasáttmálans leiddu til þess að börn sýndu meira umburðarlyndi og virðingu fyrir fjölbreytileika, sem hafði þau áhrif að einelti og ofbeldi í skólunum minnkaði.
  • Börn í Réttindaskólum urðu betri í að standa vörð um eigin réttindi, t.d. rétt sinn til að taka þátt. Þeir urðu auk þess færari í að láta vita þegar brotið var á rétti þeirra eða ef þau urðu fyrir misnotkun af einhverju tagi.
  • Starfsánægja fullorðinna jókst.
  • Börnin fundu fyrir auknum áhuga á að taka þátt í þróun skólans og lögðu meira af mörkum til að skapa öruggt skólaumhverfi fyrir öll börn.
  • Aukin þátttaka og áhrif í skólunum gaf börnum aukið sjálfstraust, sem varð til þess að vellíðan þeirra jókst.
  • Aukin þátttaka barna í skipulagningu kennslu jók áhuga þeirra og hafði jákvæð áhrif á námsárangur.
  • Börn öðluðust betri skilning og þekkingu á alþjóðlegum málefnum og sýndu meiri áhuga á réttindum barna í alþjóðlegu samhengi.
  • Að mati skólastjórnenda voru skólarnir betur í stakk búnir til að vernda börn fyrir einelti, ofbeldi og öðrum brotum á réttindum þeirra. Dæmi um þetta mátti sjá í aukinni samvinnu skóla, félagsþjónustu og annarra stofnana.