13. október 2021

Óttast um öryggi barna í varðhaldi í Líbíu og krefjast lausnar

UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, varar við því að öryggi og velferð þúsund kvenna og barna sem búa nú í varðhaldsstöð fyrir flóttafólk og hælisleitendur í Trípólí, höfuðborg Líbíu, sé í hættu.

13. október 2021 UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, varar við því að öryggi og velferð þúsund kvenna og barna sem búa nú í varðhaldsstöð fyrir flóttafólk og hælisleitendur í Trípólí, höfuðborg Líbíu, sé í hættu.

UNICEF segir að 751 kona og 255 börn, þar á meðal fimm fylgdarlaus börn og 30 nýburar, séu meðal þeirra sem færð voru í varðhald í borginni í nýlegum fjöldahandtökum stjórnvalda.

„Börn í leit að vernd sæta alvarlegum mannréttindabrotum í Líbíu, þar á meðal þessu handahófskennda varðhaldi,“ segir Cristina Brugiolo, fulltrúi UNICEF í Líbíu. „Börnum er haldið í skaðlegum og ómannúðlegum aðstæðum í þessum stöðvum. Við getum gert ráð fyrir að heildarfjöldi barna í haldi sé mun hærri en uppgefið er, þar sem börn eru meðal annars vistuð í klefa með fullorðnum mönnum.“

Þessar varðhaldsstöðvar eru yfirfullar og mun fleiri einstaklingar vistaðir þar en gert er ráð fyrir. Stærst þessara stöðva er „Al Mabandi“ þar sem 5 þúsund manns eru nú í haldi, eða fjórum sinnum fleiri en gert er ráð fyrir. Þar á meðal 100 börn og 300 konur.

UNICEF og fleiri mannúðarsamtök skora á stjórnvöld í Líbíu að vernda börn og tryggja að þau sæti ekki aðskilnaði við foreldra, forráðamenn og fjölskyldur. UNICEF kallar einnig eftir því að öll börn verði þegar í stað látin laus úr varðhaldi í Líbíu.

„UNICEF hefur boðið fram sérfræðiaðstoð sína í að hjálpa stjórnvöldum að finna önnur og mannúðlegri úrræði fyrir börnin,“ segir Brugiolo.

Þúsundir flóttamanna og hælisleitenda hafa verið handteknir í Líbíu á síðustu dögum en margir hinna handteknu hafa neyðst til að flýja heimili sín vegna átaka eða stjórnarhátta víðs vegar um Afríku á umliðnum árum.

Fleiri
fréttir

20. desember 2024

Opnunartími skrifstofu um hátíðarnar
Lesa meira

19. desember 2024

BM Vallá og UNICEF á Íslandi undirrita samstarfssamning til þriggja ára 
Lesa meira

18. desember 2024

UNICEF: Börn í Sýrlandi þurfa frið
Lesa meira
Fara í fréttasafn