Mánaðarlegur

stuðningur

Heimsforeldri eða

stök greiðsla?

Allur stuðningur við starf UNICEF er mikilvægur. Við fögnum því hverju einasta framlagi. Það sem gerir mánaðarlegar gjafir Heimsforeldra hins vegar einstakar er að þær gera okkur kleift að skipuleggja starfið til lengri tíma og stuðla þannig að varanlegum breytingum. Auk þess er stuðningur Heimsforeldra ekki eyrnamerktur tilteknu svæði eða börnum, heldur fer framlagið þangað sem þörfin er mest hverju sinni. 

Það gerir okkur kleift að bregðast samstundis við þegar neyðarástand brýst út, vera áfram til staðar fyrir börn eftir að kastljós fjölmiðla er farið annað og sinna hjálparstarfi á svæðum sem njóta engrar fjölmiðlaathygli. Það er afar dýrmætt að geta stýrt framlögum þangað sem neyðin er mest, óháð kastljósi fjölmiðla. 

Mánaðarleg gjöf Heimsforeldra gerir okkur kleift að skipuleggja starf okkar til lengri tíma og ná þannig árangri sem gerir heiminn að betri stað til frambúðar.

Heimsforeldrar

breyta heiminum

Stuðningur Heimsforeldra við UNICEF á þátt í því að fleiri börn fara í skóla nú en nokkru sinni fyrr, tíðni barnadauða hefur lækkað gríðarlega, margfalt fleiri börn fá meðferð við HIV nú en fyrir einungis fáeinum árum, fleiri börn hafa aðgang að hreinu vatni nú en nokkru sinni fyrr og áfram mætti telja. Heimsforeldrar hafa breytt lífum barna um allan heim. 

Í dag gæti gjöf þín sem Heimsforeldri hjálpað ungri stúlku að ganga í skóla í fyrsta sinn. Á morgun gæti barn fengið meðferð við alvarlegri vannæringu eða losnað undan barnaþrælkun.

Að skrá sig sem Heimsforeldri tekur einungis augnablik en hefur samstundis áhrif á börn um víða veröld. Vertu með okkur í liði!

Ég vil verða Heimsforeldri