Átakið Hjólað í vinnuna fer fram
dagana 3. – 23. maí 2023
Markmið verkefnisins er að huga að daglegri hreyfingu og vekja í leiðinni athygli á virkum ferðamáta því hjólreiðar eru bæði virkur og umhverfisvænn ferðamáti. Íþrótta- og Ólympíusamband Ísland (ÍSÍ) hvetur landsmenn til þess að hjóla, ganga, hlaupa eða nýta almenningssamgöngur til og frá vinnu í þessar þrjár vikur og ekki síst taka þátt í þessu skemmtilega verkefni sem Hjólað í vinnuna er. Opnað var fyrir skráningu 19. apríl sl.
Í ár verður hægt
að hjóla til góðs
ÍSÍ og UNICEF hafa tekið höndum saman í verkefninu Hjólað í vinnuna þar sem gildi og hugsjón beggja sameinast í að efla einstaklinga og fyrirtæki til heilsueflandi þátttöku fyrir sig, Ísland og heiminn allan. Með þátttöku í Hjólað í vinnuna geta fyrirtæki nú heitið á sitt starfsfólk og stutt þannig við Loftlagssjóð UNICEF. Loftlagssjóður styrkir meðal annars menntun og fræðslu fyrir börn og ungt fólk varðandi loftlagsáhrif, nýsköpun á sjálfbærum og umhverfisvænum lausnum fyrir heilbrigðis- og menntakerfi og styrkir innviði samfélaga til að auka viðnám við loftlagsbreytingum.
Stöndum saman til að gera gæfumun fyrir umhverfið og fyrir börn um allan heim
Hvernig virkar áheitahlutinn?
Til að taka þátt í Hjólað í vinnuna þarf eins og venjulega að fara inn á www.hjoladivinnuna.is og skrá vinnustaðinn til leiks. Í framhaldi af því geta starfsmenn skráð inn lið og skorað á aðra starfsmenn til að taka þátt. Til þess að leggja UNICEF lið eru fyrirtæki hvött til að heita á sitt starfsfólk og greiða upphæð áheita til UNICEF í lok átaksins. Allt fjármagn sem safnast þar inn er merkt Loftlagssjóði UNICEF. Eftir að fyrirtæki hefur skráð sig í Hjólað í vinnuna er það ábyrgðaraðili innan fyrirtækis sem tekur ákvörðun um það hvort fyrirtækið ætlar að vera með í áheitahlutanum og heita á sitt starfsfólk.
UNICEF á Íslandi mun hafa samband við fyrirtæki sem skrá sig til leiks og bjóða þeim að skrá áheit á sitt/sín lið. Jafnframt verður farið yfir það hvernig áheitin skila sér á vettvangi og hvernig best er að hvetja starfsfólk til þátttöku.
Til að fá frekari upplýsingar er hægt að hafa samband við Katrínu Erlu, verkefnastjóra fyrirtækjasamstarfs, með því að senda tölvupóst á katrins@unicef.is eða hringja í síma 552-6300.
Meira um Loftlagssjóð
UNICEF
Loftlagssjóður UNICEF leggur áherslu á að finna leiðir að endurnýjanlegri orku og að auka þrautseigju á breyttum tímum í kjölfarið af loftlagsbreytingum til að vernda börn gegn áhrifum umhverfishnignunar og loftslagsbreytinga. Börn eru minnst ábyrg fyrir loftlagsbreytingum en sá hópur sem verður einna mest fyrir áhrifum af þeim.
UNICEF er í einstaklega góðri stöðu til þess að hafa áhrif á loftlagsbreytingar þar sem við störfum í yfir 190 löndum. Til að innleiða varanlegar langtíma breytingar þurfum við þolinmæði og þrautseigju. Fjármagnið sem fer í loftlagssjóð UNICEF er sveigjanlegt, sem þýðir að sérfræðingar okkar hafa frelsi til nýsköpunar og frelsi til að bregðast við breyttum þörfum á vettvangi. Sveigjanleikinn gerir sérfræðingum UNICEF einnig kleift að vinna þar sem þörfin og áhrifin eru mest.
Spurt og svarað
- UNICEF er í einstaklega góðri stöðu til þess að hafa áhrif á loftlagsbreytingar þar sem við störfum í yfir 190 löndum
- Fjármagnið sem fer í loftlagssjóð UNICEF er sveigjanlegt, sem þýðir að sérfræðingar okkar hafa frelsi til nýsköpunar og frelsi til að bregðast við breyttum þörfum á vettvangi.
- Með því að vinna með sérfræðingum og verkefnastjórum á vettvangi, getur UNICEF ásamt samstarfsaðilum, fundið skalanlegar lausnir sem henta hverju sinni til að bregðast við þörfum á vettvangi.
- UNICEF sinnir þörfum barna á allri lífsleið barnsins til fullorðinsára, sem þýðir að þau verkefni sem fá fjármagn hafa áhrif á börn frá því að þau eru í móðurkvíði þar til þau fullorðnast.
- UNICEF eru á vettvangi fyrir, á meðan, og eftir að neyðarástand gengur yfir. Með hækkandi fjölda neyðarástanda vegna loftlagsbreytinga er UNICEF staðfast á að vera ekki aðeins til staðar meðan þau ganga yfir, heldur að safna gögnum til að geta veitt fræðslu til undirbúnings og fyrirbyggjandi verkefna með allsherjar nálgun.
UNICEF biður samstarfsaðilum sem leggja framlög til loftlagssjóð í gegnum átakið marga mismunandi möguleika, m.a.:
- Skýrslur og gögn sem skilgreina áhrif framlaga þeirra
- Fréttatilkynningu um árangur átaksins og þátttakanda
- Vettvang þar sem hægt er að fylgjast með árangri eigin þátttakanda sem og þátttakanda annarra lið, sem eflir keppnisanda og hópeflis
- Tækifæri til frekari samstarfs
- Tækifæri til að kynnast og eiga samskipti við starfsfólk UNICEF og aðra stuðningsaðila samtakanna
- Aðgang að viðburðum UNICEF hér á landi sem of stafrænnar heimsóknir beint á vettvang
UNICEF sér um öll framlög sem renna til loftlagssjóðsins. Fjármagnið sem fer í loftlagssjóð UNICEF er sveigjanlegt, sem þýðir að sérfræðingar okkar geta dreift fjármagninu þar sem þörfin og áhrifin eru mest að hverju sinni. Þessi áhrifamikla dreifingarleið hefur sannað sig í yfir 70 ár sem leiðin sem skilar besta árangri fyrir börn um allan heim.
Nóv. 2021 tóku gildi ný lög um skattalega hvata til almannaheillastarfsemi. Lögin fela í sér tvöföldun á hlutfalli sem atvinnurekstraraðilar mega draga frá skattskyldum tekjum vegna framlaga til almannaheillastarfsemi, sem fer úr 0,75% í 1,5%.