29. janúar 2020

Nærri fimm milljónir barna á Sahel-svæðinu munu þurfa neyðaraðstoð á árinu

Konur og börn bera þungan af harðnandi átökum á Mið-Sahel svæðinu svokallaða í Búrkína Fasó, Malí og Níger. Slík er aukningin í árásum á börn að UNICEF áætlar að nærri fimm milljónir barna muni þurfa þar neyðarastoð á árinu.

Kynningin fer fram í fundarsal Þjóðminjasafns Íslands, Suðurgötu 41, og er öllum opin.

29. janúar 2020 Konur og börn bera þungan af harðnandi átökum á Mið-Sahel svæðinu svokallaða í Búrkína Fasó, Malí og Níger. Slík er aukningin í árásum á börn að UNICEF áætlar að nærri fimm milljónir barna muni þurfa þar neyðarastoð á árinu.

Sahel-svæðið er landsvæði í Vestur-Afríku, sunnan Sahara og norðan Savannabeltisins og nær frá S-Máritaníu, N-Senegal, S-Malí, Búrkína Fasó, S-Níger, NA-Nígeríu og S- Tsjad.

Áætlun UNICEF á þörfinni á svæðinu hækkar verulega milli ára en hún byggir á auknum fjölda árása sem beinast gegn börnum og almennum borgurum, mannráni og skráningu barna í heri stríðandi fylkinga.

*

„Þegar við lítum á ástandið í Mið-Sahel þá er umfang ofbeldis gegn börnum þar sláandi. Það er verið að myrða þau, örkumla, misnota og nauðga og hundruð þúsunda barna hafa upplifað skelfileg áföll,“ segir Marie-Pierre Poirier, yfirmaður UNICEF í Vestur- og Mið-Afríku.

Frá ársbyrjun 2019 hafa rúmlega 670 þúsund börn á svæðinu neyðst til að flýja heimili sín vegna átaka og erfiðs ástands.

„Börn sem lenda í skotlínu átaka og ofbeldisverka á Mið-Sahel svæðinu þurfa nauðsynlega á vernd og stuðningi að halda,“ bætir Poirier við. „UNICEF krefst þess að stjórnvöld, stríðandi fylkingar, vopnaðir skæruliðar og allir aðrir hætti að ráðast á börn á heimilum þeirra, skólum eða heilbrigðisstofnunum. Við förum fram á öruggan aðgang að þessum börnum til að veita þeim nauðsynlega mannúðaraðstoð og að almennir borgarar hafi óhindraðan aðgang að nauðsynlegum stofnunum og þjónustu.“

Skálmöldin hefur haft skelfilegar afleiðingar á rétt barna til menntunar. Á síðasta ári þurfti að loka rúmlega 3.300 skólum í þremur löndum vegna þess að þeir voru óstarfhæfir vegna átaka. Sexfalt fleiri en síðan í apríl 2017 og hefur áhrif á menntun 650 þúsund barna og störf 16 þúsund kennara.

Matvælaöryggi er einnig afar bágborið og stórir hópar í afar viðkvæmri stöðu. UNICEF áætlar að á Mið-Sahel svæðinu muni ríflega 700 þúsund börn undir fimm ára aldri sem þjást af alvarlegri vannæringu og þurfa meðhöndlun á árinu. Aðgangur fólks að hreinu vatni á einnig undir högg að sækja. Í Búrkína Fasó fækkaði hlutfall íbúa með aðgang að hreinu og öruggu vatni um 10 prósent milli áranna 2018 og 2019.

En góðu fréttirnar eru þær að UNICEF er á vettvangi í Búrkína Fasó, Malí og Níger, ásamt samstarfsaðilum til að veita börnum lífsnauðsynlega aðstoð, þjónustu og vernd. Menntun, heilbrigðisþjónustu, næringu, vatn og hreinlætisaðstöðu. En stofnunin áætlar að fjárþörfin til að mæta verkefnum ársins 2020 á svæðinu sé 208 milljónir dala, eða tæplega 26 milljarðar króna.

Með því að vera heimsforeldri styður þú við meðal annars mannúðarstarf UNICEF á Mið-Sahel svæðinu og hjálpar okkur að bjarga börnum um allan heim. Þú getur gerst Heimsforeldri með því að skrá þig hér.

Fleiri
fréttir

20. desember 2024

Opnunartími skrifstofu um hátíðarnar
Lesa meira

19. desember 2024

BM Vallá og UNICEF á Íslandi undirrita samstarfssamning til þriggja ára 
Lesa meira

18. desember 2024

UNICEF: Börn í Sýrlandi þurfa frið
Lesa meira
Fara í fréttasafn