Menu

Takk fyrir að berjast fyrir réttindum barna

Í dag er góður dagur! Þú hjálpaðir börnum að mennta sig, tókst þátt í að veita vannærðum börnum meðferð, krafðist þess að yfirvöld virtu réttindi barna og veittir börnum á flótta hjálp. Sem heimsforeldri muntu gera það sama á morgun. Og hinn daginn ...

Heimsforeldrar eru hugsjónafólk. Takk fyrir að vera með okkur í liði og vilja gera heiminn að betri stað fyrir börn.

Takk fyrir að standa með börnum heimsins.

Vissir þú?

Árið 2016 hjálpaðir þú okkur að hjálpa milljónum barna í Sýrlandi. Þú hjálpaðir okkur til dæmis að aðstoða nærri hálfa milljón vannærðra barna, veita einni milljón barna sálræna aðstoð og hjálpa nærri fjórum milljónum barna að halda áfram námi þrátt fyrir stríðið. 

Á sama tíma hjálpaðir þú ótal börnum á flótta í nágrannaríkjum Sýrlands. Og börnum á flótta frá mörgum öðrum ríkjum. 

Þegar Nígería var á barmi hungursneyðar fyrir jól hjálpaðir þú okkur að veita vannærðum börnum þar lífsnauðsynlega hjálp. 

Árið 2016 hjálpaðir þú okkur líka að halda áfram uppbyggingu eftir jarðskjálftana í Nepal, berjast gegn barnaþrælkun í Bangladess, veita börnum í Írak neyðarhjálp, koma í veg fyrir að börn í Lesótó smitist af HIV og veita börnum í Mósambík menntun. 

Í stuttu máli: Þú tókst virkan þátt í því með okkur að gera heiminn að betri stað. 

Við viljum gjarnan heyra frá þér

Þú getur skrifað okkur skilaboð hér að neðan, hringt í síma 552 6300 eða komið við á skrifstofu okkar á Laugavegi 176, 105 Reykjavík. Hún er opin alla virka daga frá klukkan 09:00-17:00. Við hlökkum til að heyra frá þér.

Hafa samband