11. október 2019

Börn eru að deyja og mörg þúsund í lífshættu í Sýrlandi

Átök í norðurhluta Sýrlands stigmagnast og tala látinna hækkar sífellt. Þegar hafa borist fregnir af börnum sem fallið hafa fyrir sprengjuregni innrásarhers Tyrkja. Þar á meðal eitt níu mánaða gamalt barn. Frásagnir íbúa, blóðugar myndir og hrollvekjandi myndskeið fara sem eldur í sinu um netheima. Þúsundir barna eru í mikilli lífshættu á átakasvæðum

11. október 2019 Átök í norðurhluta Sýrlands stigmagnast og tala látinna hækkar sífellt. Þegar hafa borist fregnir af börnum sem fallið hafa fyrir sprengjuregni innrásarhers Tyrkja. Þar á meðal eitt níu mánaða gamalt barn. Frásagnir íbúa, blóðugar myndir og hrollvekjandi myndskeið fara sem eldur í sinu um netheima. Þúsundir barna eru í mikilli lífshættu á átakasvæðum og hefur UNICEF ítrekað kröfu sína um að börnum og þeim innviðum sem þau þurfa á að halda verði hlíft í samræmi við alþjóðalög.

Erfitt hefur reynst að henda nákvæmri tölu á hversu margir hafa neyðst til að flýja heimili sín en áætlað er að tugir þúsunda sé nú enn á ný á flótta undan sprengjuregni og kúlnahríð.

Samkvæmt upplýsingum sem UNICEF hefur þá hafði meðal annars verið ráðist á Alouk-vatnsdælistöðina í Ras al-Ain í gær. Stöð þessi sér að minnsta kosti 400 þúsund manns fyrir hreinu og öruggu vatni, þar á meðal flóttamannabúðum. Sökum átakanna er þessi stöð nú óvirk og getur viðgerðarfólk ekki komist að henni vegna átaka.

Í Tal Abiad segir að tveir skólar hafi nú verið teknir yfir í hernaðarlegum tilgangi. UNICEF fordæmir slíkt og minnir á að börn og allir þeir innviðir sem þau treysta á njóta sérstakrar verndar samkvæmt alþjóðlegum mannúðar- og mannréttindalögum.

Þrátt fyrir að starfsfólk og sjálfboðaliðar samstarfsaðila UNICEF í Tal Abiad og Ras al-Ain hafi þurft að hætta störfum vegna innrásarinnar og eru nú meðal flóttafólks er UNICEF enn með viðveru í Qamishli.

UNICEF er þar með hreinlætis-, næringar- og heilbrigðisvörur til að mæta þörfum 45 þúsund barna og kvenna í heilan mánuð auk árstíðabundinna klæða fyrir börn yngri en fimm ára. Frekari aðstoð og birgðir eru væntanlegar.

Átökin hafa skiljanlega veruleg áhrif á neyðar- og mannúðaraðstoð á þeim svæðum þar sem þau geisa. UNICEF er hins vegar á staðnum og til staðar fyrir það fólk sem nú enn á ný neyðist til að flýja undan skálmöldinni í Sýrlandi.

UNICEF á Íslandi segir að nóg sé komið af blóðbaði í Sýrlandi. UNICEF er á staðnum og þinn stuðningur skiptir máli.

Sendu sms-ið STOPP í númerið 1900 (1.900 kr.)

Hægt er að leggja frjáls framlög inn á 701-26-102040 og kt. 481203-2950

Nánari upplýsingar um hvernig þú getur hjálpað börnum í Sýrlandi hér.

Fleiri
fréttir

27. mars 2024

Níu ár af stríði í Jemen: Milljónir barna vannærð
Lesa meira

15. mars 2024

Þrettán ár af stríði í Sýrlandi: UNICEF aðstoðaði milljónir í fyrra en þörfin aldrei meiri
Lesa meira

13. mars 2024

Sögulegur árangur í baráttunni gegn barnadauða
Lesa meira
Fara í fréttasafn