Barnavernd

Réttindi barna

endurspegla samfélagið

UNICEF vinnur með einstaklingum, samtökum og stjórnvöldum við að sjá til þess að réttindi barna séu ávallt tryggð  – sama hvar þau búa. Ótal ógnir steðja að börnum heimsins. Því miður eru milljónir barna fórnarlömb ofbeldis, misnotkunar og arðráns. Á hverjum degi ganga börn kaupum og sölum eða eru þvinguð í þrælkunarvinnu, hermennsku, vændi eða annað.

Af augljósum ástæðum stofnar þetta lífi og velferð barna í hættu. Óbein áhrif á börnin eru síðan að þau ganga ekki í skóla eða flosna upp úr námi ef þau hafa byrjað skólagöngu. Þau lifa við bág kjör, erfiðar aðstæður og framtíðin er óviss. Mörg barnanna bíða þess aldrei bætur að hafa upplifað það sem henti þau.

Öll börn eru

okkar börn

Við tökum ekki afstöðu með eða á móti stjórnmálaöflum eða trúarbrögðum en einbeitum okkur að því að leita eftir samstarfi við sem flesta til að bæta lífsskilyrði barna. Þess vegna hefur UNICEF einstaka stöðu innan alþjóðasamfélagsins til að frelsa börn frá þrælkunarvinnu, hermennsku og ofbeldi. UNICEF sér einnig til þess að fórnarlömbum ofbeldis, arðráns og misnotkunar sé veitt áfallahjálp og stuðningur til að aðlagast samfélaginu að nýju. 

UNICEF vinnur ötult starf við að hvetja til þess að allir finni til ábyrgðar gagnvart börnum og geri það sem í þeirra valdi stendur til þess að vernda þau gegn skaða. Börn eru berskjölduð. Með því að standa vörð um líkamlega og andlega heilsu barna sjáum við til þess að réttindi þeirra séu virt.

Börn eru berskjölduð. Með því að standa vörð um líkamlega og andlega heilsu barna sjáum við til þess að réttindi þeirra séu virt.

Hjálpaðu UNICEF að stuðla

að réttindum fyrir öll börn

UNICEF nýtur mikils trausts og leggur áherslu á víðtæka samvinnu við yfirvöld, félagasamtök, samfélög og börnin sjálf. Við gegnum leiðandi hlutverki í hjálparstarfi fyrir börn og erum því í einstakri stöðu til að þrýsta á um stórfelldar breytingar sem hafa áhrif á heimsvísu. Í öllu okkar starfi treystum við eingöngu á frjáls framlög.

Mánaðarlegar gjafir Heimsforeldra gera UNICEF kleift að bregðast samstundis við þegar neyðarástand brýst út, vera áfram til staðar fyrir börn eftir að kastljós fjölmiðla er farið annað, sinna hjálparstarfi á svæðum sem njóta engrar fjölmiðlaathygli, skipuleggja hjálparstarf yfir lengri tíma og beita sér á heimsvísu. Með þinni hjálp vinnum við að því að gæta allra barna.

Komdu í hóp Heimsforeldra strax í dag!