Mánaðarlegur stuðningur um 3.000 kr.
Loftslagsloforð UNICEF
Græn framtíð fyrir öll börn
Loftslagsloforð UNICEF er ný fjáröflunarleið hjá UNICEF á Íslandi. Leiðin er sérsniðin að þörfum lítilla og meðalstórra fyrirtækja á Íslandi og auðveldar þeim að leggja sitt af mörkum við að byggja upp þolgæði og viðnám samfélaga gegn áhrifum loftslagsbreytinga og þeirra áhrifa sem þær hafa á börn um allan heim.
Með mánaðarlegum framlögum til loforðsins er UNICEF meðal annars að bæta aðgengi barna og samfélaga að vatns- og hreinlætisþjónustu svo innviðir þoli áhrif loftslagsbreytinga, menntun og fræðslu barna á sjálfbærri þróun en einnig bætt loftslagsþol og gæði heilbrigðisþjónustu svo eitthvað sé nefnt.
Mánaðarlegar gjafir lítilla og meðalstórra fyrirtækja skipta sköpum fyrir UNICEF og gera okkur kleift að vera til staðar fyrir börn sem nú standa frammi fyrir afleiðingum hamfarahlýnunar.