Menu

Börn á flótta frá Sýrlandi

Börn frá Sýrlandi hafa hrakist að heiman og upplifað ólýsanlega neyð. Þau þurfa tafarlausa hjálp.

Ég vil gefa

Velja upphæð

Millifærsla

Leggðu inn á reikning 701-26-102040 / kt. 481203-2950

Styrkja með síma

Sendu sms-ið STOPP í númerið 1900 (1.900 kr.)

Söfnunarsímanúmer

Hægt er að styðja neyðarsöfnunina með því að hringja í eftirfarandi símanúmer: 908-1000 (1.000 kr.) 908-3000 (3.000 kr.) 908-5000 (5.000 kr.). Hvert framlag skiptir máli.

Fimm ár eru liðin frá því að stríðið í Sýrlandi hófst. Á þeim sorglegu tímamótum stendur UNICEF á Íslandi fyrir átakinu #segjumSTOPP. Það er nóg komið af hörmungum í Sýrlandi. Krefja þarf valdhafa um markvissar aðgerðir til að stöðva stríðið, veita þarf börnum og fjölskyldum þeirra neyðarhjálp og tryggja þeim alþjóðlega vernd. UNICEF hefur veitt milljónum barna frá Sýrlandi neyðarhjálp síðan stríðið hófst. Það hefði ekki verið hægt án víðtæks stuðnings almennings um allan heim, þar á meðal á Íslandi. Þörfin er enn gríðarleg og fólk er því hvatt til að senda sms-ið STOPP í nr 1900 (1.900 kr) og leggja neyðaraðgerðunum lið.

© UNICEF

Hjálpin ber árangur

Börn eru helmingur þeirra sem þjást og mikill meirihluti barna sem flúið hafa yfir til nágrannaríkjanna eru tíu ára eða yngri. Neyðarðgerðir okkar í Sýrlandi og nágrannaríkjunum eru einar þær umfangsmestu frá upphafi.

Hvað gerum við í Sýrlandi og nágrannaríkjunum?

... við veitum börnum meðferð við vannæringu. 

... við komum börnum aftur í skóla. 

... við bólusetjum börn gegn mislingum og öðrum lífshættulegum sjúkdómum.

... við dreifum námsgögnum.

... við veitum fólki hreint vatn. 

 

... við veitum börnum sálrænan stuðning.

... við setjum upp barnvæn svæði. 

... við útvegum fjölskyldum heilsugæslu. 

... við sinnum afar umfangsmikilli barnavernd og leggjum áherslu á að sameina fjölskyldur.

... við hjálpum börnum hjálp bæði í flóttamannabúðum og úti í samfélögum.

Segjum stopp við núverandi stöðu. Veita þarf börnum neyðarhjálp, tryggja þeim alþjóðlega vernd og halda því markvisst á lofti að stöðva verður stríðið.