Neyðarsöfnun

fyrir börn vegna átakanna á Gaza

Smelltu hér til að styrkja UNICEF
Smelltu hér til að styrkja UNICEF

Hjálpaðu

Sendu SMS-ið NEYD í númerið 1900 til að styrkja um 2.900 krónur (Síminn og Nova).

Söfnunarreikningur fyrir frjáls framlög: 701-26-102015

Kennitala: 481203-2950

Við tökum einnig við styrkjum í gegnum AUR appið í númerið: 123 789 6262 eða @unicef.

Yfir 30 þúsund manns hafa verið drepin á Gaza, þar af eru um 70% börn og konur. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, ítrekar kröfu sína um tafarlaust vopnahlé og að stríðandi fylkingar verndi börn og almenna borgara.  

Yfir 1,7 milljónir manna, helmingur þeirra börn, hefur þurft að yfirgefa heimili sín. Allir íbúar Gaza standa frammi fyrir matarskorti og hætta er á hungursneyð á næstu mánuðum. Yfir 80% heimila skortir öruggt og hreint vatn. Án hreina vatnsins sem t.d. nýtist við undirbúnings formúlumjólks munu börn vera í meiri hættu á sýkingum og vannæringu.

3,1 milljón manns eru í neyð á landsvísu. Þrátt fyrir hættulegar aðstæður heldur UNICEF áfram að afhenda lífsnauðsynlegar vistir eins og lyf, næringarvörur og hreint vatn. Birgðir og lífskjör fara hratt minnkandi á Gaza og því þarf UNICEF á framlögum þínum að halda til að ná til fleiri barna og fjölskyldna.

UNICEF stendur með réttindum barna, fyrir ÖLL börn. Það eru þau sem verða verst úti í öllum stríðsátökum og fyrir þau starfar UNICEF.