22. október 2019

Vopnahlé rennur út í dag: 80 þúsund börn á vergangi

80 þúsund börn hafa flúið heimili sín og verið á vergangi í norðausturhluta Sýrlands síðan Tyrkir gerðu árás á Kúrda þann 9. október síðastliðinn. Þetta er mun hærri tala en áður hafði verið áætlað en hún stóð í 70 þúsund í síðustu viku. Alls hafa hátt í 200 þúsund manns þurft að flýja árásirnar og býr stór hluti þeirra við neyð í tímabundnum úrræðum, búðum og skýlum. Aðeins eru nokkrar klukkustundir eftir af fimm daga vopnahlé sem komið var á fyrir helgi.

22. október 2019 80 þúsund börn hafa flúið heimili sín og verið á vergangi í norðausturhluta Sýrlands síðan Tyrkir gerðu árás á Kúrda þann 9. október síðastliðinn. Þetta er mun hærri tala en áður hafði verið áætlað en hún stóð í 70 þúsund í síðustu viku. Alls hafa hátt í 200 þúsund manns þurft að flýja árásirnar og býr stór hluti þeirra við neyð í tímabundnum úrræðum, búðum og skýlum. Aðeins eru nokkrar klukkustundir eftir af fimm daga vopnahlé sem komið var á fyrir helgi.

UNICEF hefur nú staðfest að fimm börn hafi látið lífið í árásunum frá því að þær hófust og 26 slasast. Hvert látið og slasað barn er þó einu of mikið.

Í skugga þessara válegu tíðinda berast þó jákvæðari fréttir frá starfsstöð UNICEF á svæðinu. Í gær tókst að koma A‘llouk-vatnsdælustöðinni aftur í gang þökk sé viðgerðum sem loks tókst að gera um helgina. Líkt og UNICEF greindi frá í gær skemmdust rafmagnslínur stöðvarinnar í átökum en stöðin sér 400 þúsundum manns fyrir hreinu vatni, meðal annars borginni Al-Hasakeh.

Afkastageta dælustöðvarinnar hins vegar aðeins um 50% á við venjulega þar sem nú er aðeins aðgangur að 15 af 30 borholum hennar. Hinn helmingurinn er á átakasvæðum. Þá tókst líkt og vonir stóðu til fyrir helgi að koma 16 þúsund lítrum af eldsneyti

Ástæða er til að hafa áhyggjur af stöðunni í norðausturhluta Sýrlands þar sem fimm daga vopnahlé sem komið var á að undirlagi bandarískra stjórnvalda rennur út í dag. Vopnahlé þetta hefur frá fyrsta degi verið viðkvæmt og ásakanir gengið á báða bóga um að aðilar þess hafi ekki staðið við sitt.

Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti segir í dag að 1.300 kúrdískir hermenn séu enn á svokölluðu öryggissvæði sem hann vildi skapa með innrásinni. Ein af forsendum vopnahlés var að sveitir Kúrda myndu hörfa alfarið gegn því að Tyrkir létu af árásum. Nú þegar aðeins eru nokkrar klukkustundir eftir af þessu vopnahlé þá er óttast að hernaður muni að óbreyttu hefjast á ný og fátt í málflutningi Erdogans sem gefur annað til kynna.

Til að styrkja mikilvægt starf UNICEF á svæðinu og hjálpa börnum í neyð sendu SMS-ið STOPP í númerið 1900. (1.900 kr.)

Hægt er að leggja frjáls framlög inn á 701-26-102040 og kt. 481203-2950

Nánari upplýsingar um hvernig þú getur hjálpað börnum í Sýrlandi hér.







Tengdar fréttir:

Vatnsskortur vegna innrásar: Börn drekka mengað vatn úr grunnum brunnum

Neyð barna enn mikil þrátt fyrir vopnahlé

Þetta eru fjölskyldurnar sem flýja árás Tyrkja

70 þúsund börn á vergangi vegna árása Tyrkja í Sýrlandi











Fleiri
fréttir

15. apríl 2024

Ár af stríði í Súdan: Hvergi fleiri börn á flótta í heiminum
Lesa meira

11. apríl 2024

Þrjár ungar stúlkur létu lífið undan ströndum Grikklands
Lesa meira

04. apríl 2024

Þrefalt fleiri fórnarlömb jarðsprengja í Myanmar í fyrra
Lesa meira
Fara í fréttasafn