Menu

Starfsnám hjá UNICEF á Íslandi

Starfsnemar vinna fjölbreytt verkefni, öðlast mikilvæga reynslu og fá innsýn inn í starf UNICEF á Íslandi

 

UNICEF á Íslandi hefur nokkrum sinnum verið með starfsnema. Þeir hafa unnið fjölbreytt verkefni, öðlast mikilvæga reynslu og fengið innsýn inn í starf UNICEF á Íslandi. Starfsnemar eru sjálfboðaliðar og vinna sína vinnu hér hjá okkur á Laugavegi 176. Þeir mæta ýmist ákveðið marga klukkutíma á dag eða koma ákveðna daga í viku.

Hafir þú áhuga á starfsnámi sendu okkur þá endilega kynningarbréf og ferilskrána þína á netfangið unicef@unicef.is. Endilega taktu fram hverju þú hefur gaman að og hvar styrkleikar þínir liggja. Er textavinna til dæmis þitt sérsvið? Ertu Excel-nörd? Er hugmyndavinna þinn styrkleiki? Forritun? Tölfræði og greiningar? Réttindagæsla? Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna? Prófarkalestur? Eitthvað allt annað?!

Við bjóðum upp á spennandi verkefni fyrir fólk sem hefur áhuga á því að berjast fyrir réttindum barna og taka þátt í að bæta heiminn. 

Ég vil gefa mánaðarlega

Þitt framlag

Eða

Önnur upphæð