Menu

Stólaskipti á skrifstofunni

Breytingar, barneignir og líf og fjör á kontórnum!

 

Æsileg stólaskipti fara nú fram á skrifstofunni okkar! Hún Anna Margrét Hrólfsdóttir er nýr fjáröflunarstjóri UNICEF á Íslandi en hún er þaulkunn fjáröflun og hefur verið fjáröflunarfulltrúi hjá okkur frá árinu 2013. Raunar byrjaði raunar hún fyrst hjá okkur árið 2010 sem götukynnir. 

Steinunn Jakobsdóttir, sem verið hefur fjáröflunarstjóri frá byrjun árs 2015, færir sig nú yfir í stól kynningarstjóra og fjölmiðlafulltrúa UNICEF á Íslandi. Steinunn mun leysa Sigríði Víðis Jónsdóttur meðan hún fer í fæðingarorlof. Steinunn þekkir kynningarmál vel, enda vann hún áður sem dæmi bæði á Grapevine og ritstýrði ásamt öðrum blaðinu Orðlaus.

Kontórinn hefur átt miklu barnaláni að fagna en þær Helga Ólafsdóttir og Hjördís Eva Þórðardóttir eignuðust báðar börn í desember og hafa verið í fæðingarorlofi. Hjördís er nú snúin til baka í 40% starf í verkefnadeild og náðu hún og Sigga nokkrum góðum klukkutímum saman áður en Sigga hvarf á braut ... Þær Nílsína Larsen Einarsdóttir og Eva Bjarnadóttir hafa haldið uppi merkjum verkefnadeildar og Vala Karen Viðarsdóttir hefur leyst Helgu af.

Í seinustu viku lét Tómas Ævar Ólafsson síðan af störfum í þjónustuverinu okkar og heldur nú á vit ævintýra bæði á Seyðisfirði og í Frakklandi! Og Arndís María Karlsdóttir sem einnig var þjónustuverinu mun nú fara og læra sálfræði og í hennar stað kemur Eyrún Inga Jóhannsdóttir sem var starfsnemi hjá okkur í fyrra og ofursjálfboðaliði. Sem sé: Allt að gerast!

 

Ég vil gefa mánaðarlega

Þitt framlag

Eða

Önnur upphæð