Menu

Samstarfsaðilar

Öll barátta UNICEF byggist á frjálsum framlögum. Ef ekki væri fyrir stuðning allra styrktaraðilana okkar gætum við ekki gert neitt af því sem við gerum – svo einfalt er það.

Þökk sé öllum styrktaraðilunum okkar getum við gætt að velferð barna um víða veröld og gert heiminn að betri stað fyrir börn. 

Ómetanlegur stuðningur

Á hverju ári styrkja okkur auk þess tombólubörn, skólar, saumaklúbbar, nemendafélög, fólk sem er heimsforeldrar, gefur sannar gjafir, stakar gjafir, erfðagjafir, minningarkort, styrkir neyðarsafnanir okkar og svona mætti lengi telja. Fyrir allt þetta erum við innilega þakklát.

Hjálpaðu okkur að berjast fyrir réttindum barna

UNICEF nýtur mikils trausts og leggur áherslu á víðtæka samvinnu við yfirvöld, félagasamtök, samfélög og börnin sjálf. Við gegnum leiðandi hlutverki í hjálparstarfi fyrir börn og erum því í einstakri stöðu til að þrýsta á um stórfelldar breytingar sem hafa áhrif á heimsvísu.