Menu

Réttindagæsla á Íslandi

Við fylgjumst náið með stöðu og réttindum barna á Íslandi. Við þróum, framkvæmum og kynnum rannsóknir og skýrslur með það markmið að tryggja öllum börnum réttindi sín.

Réttindi barna á Íslandi: Börn sem líða efnislegan skort

Skýrslan fjallar um börn sem líða efnislegan skort á Íslandi. Í stað þess að rýna í efnislegan skort meðal barna á einu sviði í einu, líkt og hingað til hefur oftast verið gert, gengur aðferðin sem kynnt er í skýrslunni – skortgreining UNICEF – út á að greina marghliða skort hjá börnum. Skýrslan vakti mikla fjölmiðlaathygli, sem og sérstakt mælaborð á netinu sem fylgdi henni.

Skoða skýrslu og mælaborð

RÉTTINDI BARNA Á ÍSLANDI

Skýrslan Réttindi barna á Íslandi: Ofbeldi og forvarnir kom út í mars 2013 og er framhald af vinnu sem hófst með útgáfu skýrslunnar Staða barna á Íslandi 2011. Í henni er fjallað um margvíslegar birtingarmyndir ofbeldis gegn börnum: Kynferðislegt ofbeldi, heimilisofbeldi, einelti og vanrækslu. Ógnvekjandi mynd birtist af afleiðingum ofbeldis og tengslum þess við andlega vanlíðan barna og áhættuhegðun. Í skýrslunni eru jafnframt lagðar fram 16 skýrar tillögur um aðgerðir. Skýrslan hefur þegar haft mikil áhrif á málaflokkinn.

SKOÐA SKJAL VISTA SKJAL

STAÐA BARNA Á ÍSLANDI

Staða barna á Íslandi 2011 er viðamikið yfirlit um stöðu barna hér á landi. Þetta er í fyrsta sinn sem heildstæð samantekt af þessu tagi er gerð um stöðu barna á Íslandi og þær ógnir sem að þeim steðja. Í skýrslunni er meðal annars fjallað um fátækt og atvinnuleysi, einelti og félagslega einangrun, slys, offitu, vanrækslu, sjúkdóma, heimilisofbeldi, kynferðislegt ofbeldi og áfengi, tóbak og ólögleg vímuefni.

SKOÐA SKJAL VISTA SKJAL

Við stöndum vörð um réttindi barna á Íslandi

UNICEF á Íslandi sendir frá sér yfirlýsingar um málefni sem snerta réttindi barna og veitir umsagnir um lagafrumvörp og annað sem börn varðar. 

UNICEF á Íslandi gefur reglulega út skýrslur sem snúa að réttindum barna á Íslandi. Fyrst kom út skýrslan Staða barna á Íslandi 2011. Skýrslan er viðamikið yfirlit um stöðu barna hér á landi. Þetta er í fyrsta sinn sem heildstæð samantekt af þessu tagi er gerð um stöðu barna á Íslandi og þær ógnir sem að þeim steðja. Í skýrslunni er meðal annars fjallað um fátækt og atvinnuleysi, einelti og félagslega einangrun, slys, offitu, vanrækslu, sjúkdóma, heimilisofbeldi, kynferðislegt ofbeldi og áfengi, tóbak og ólögleg vímuefni.

Skýrslan Réttindi barna á Íslandi: Ofbeldi og forvarnir kom út í mars 2013 og er framhald af vinnu sem hófst með útgáfu skýrslunnar um stöðu barna hér á landi. Í henni er fjallað um margvíslegar birtingarmyndir ofbeldis gegn börnum: Kynferðislegt ofbeldi, heimilisofbeldi, einelti og vanrækslu. Ógnvekjandi mynd birtist af afleiðingum ofbeldis og tengslum þess við andlega vanlíðan barna og áhættuhegðun. Í skýrslunni eru jafnframt lagðar fram 16 skýrar tillögur um aðgerðir. Skýrslan hafði mikil áhrif á málaflokkinn, t.d. hafði sérfræðihópur barna sem starfaði með UNICEF á Íslandi við gerð skýrsluna mikil áhrif á að nýtt húsnæði var keypt fyrir starfsemi Barnahússins og fleiri sálfræðingar ráðnir.

Árið 2016 kom svo út skýrslan Réttindi barna á Íslandi: Börn sem líða efnislegan skort. Hún fjallar um efnislegan skort barna á Íslandi. Í skýrslunni er kynnt til sögunnar aðferð sem kallast Skortgreining UNICEF og greinir efnislegan skort barna á nýjan máta. Með henni er hægt að sjá hvað börn skortir helst, m.a. næringu, menntun eða aðgengi að upplýsingum, og hvað hefur helst áhrif á það að þau séu líklegri en önnur börn til að líða skort, t.d. menntun eða uppruni foreldra.