Menu

Tíminn er naumur

Hálf milljón barna í fjórum ríkjum í Vestur- og Mið-Afríku er í hættu

Ástandið er verst í norðausturhluta Nígeríu þar sem talið er að nærri 75.000 vannærð börn muni láta lífið fái þau ekki meðferð. Það eru fleiri en 200 börn á dag. 

UNICEF er á staðnum

Með hjálp heimsforeldra og þeirra sem styðja neyðarsöfnunina okkar hjálpum við börnum á svæðinu. Hvert framlag skiptir máli.

Hinn þriggja ára Hapso hlýtur meðferð við alvarlegri vannæringu í næringarmiðstöð sem UNICEF styður. Hann er eina eftirlifandi barn Dzam-Dzam, en tveir synir hennar ásamt eiginmanni voru drepnir í árás Boko-Haram auk þess að sá þriðji dó úr veikindum á flóttanum. Hapso varð alvarlega vannærður er hann flúði með móður sinni en er nú að þyngjast og verða heilbrigður á ný. Eftir nokkrar heimsóknir á heilsugæsluna byrjaði Hapso að þyngjast. Hann er nú kominn úr hætttu og er að verða heilbrigður á ný.

Við leggjum nótt sem nýtan dag við að veita hjálp og ...

... skima börn fyrir vannæringu
... veita vannærðum börnum meðferð
... styðja næringarmiðstöðvar
... meðhöndla börn sem eru veik af malaríu
 

... meðhöndla börn með niðurgangspestir
... tryggja aðgengi sem flestra að grunnheilsugæslu
... koma hreinu vatni til fólks
... fyrirbyggja að fleiri börn verði vannærð

Skuggalega háar tölur berast nú úr Borno-héraði yfir vannærð börn. Jafnháar tölur sjást sem betur fer sjaldan.

Spurt og svarað

Af hverju ríkir neyðarástand þarna?
Ástæða neyðarinnar er meðal annars skortur á uppskeru, hækkandi matvælaverð og stórfelldur fólksflótti vegna árása vígahreyfingarinnar Boko Haram.

Hversu slæmt er ástandið?
Mjög slæmt. Börn eru í bráðri lífshættu. 

Eruð þið þá hætt að hugsa til dæmis um Sýrland?
Nei, svo sannarlega ekki. Neyðarsöfnunin okkar fyrir Sýrland er enn opin og hjálparstarf UNICEF þar í fullum gangi, daginn út og inn. Við höfum sem betur fer mikla reynslu af því að vinna á mörgum stöðum í einu.    

 

Er þetta hungursneyð?
Nei, hungur og hungursneyð er ekki það sama – og hungursneyð hefur sem betur fer ekki verið lýst yfir á svæðinu. Rannsóknir í Borno-héraði í norðausturhluta Nígeríu benda þó til þess að ástandið jaðri við hungursneyð á ákveðnum svæðum. Það þýðir að fjöldi manns er í raunverulegri hættu á að deyja vegna matarskorts – nokkuð sem sjaldan sést í heiminum.

Tölurnar yfir börn með alvarlega bráðavannæringu eru sambærilegar við tölur úr sumum héruðum í Sómalíu þar sem lýst var yfir hungursneyð árið 2011. Það var seinasta hungursneyðin sem lýst var yfir í heiminum. 

Við eigum að geta bjargað 99% barna á svæðinu

Ef hægt er að veita öllum börnum í Borno, sem þjást af alvarlegri vannæringu, viðeigandi meðferð er hægt að bjarga meira en 99% þeirra!

Barn sem er vannært er 9x líklegra til að deyja af völdum sjúkdóma en önnur börn sem veikjast. Venjulega er því talað um að börn láti lífið af orsökum tengdum vannæringu. Sums staðar í Borno-héraði svelta börn hins vegar núna til dauða.

Hvað hefur UNICEF þegar gert á svæðinu?

Baráttan hefur þegar skilað miklum árangri á árinu. Síðan í janúar hafa nærri þrjár milljónir manna í norðausturhluta Nígeríu til dæmis fengið aðgang að grunnheilsugæslu, yfir hálf milljón aðgang að hreinu vatni, yfir 160.000 börn sálrænan stuðning vegna ofbeldis af hálfu Boko Haram og vel yfir 100.000 börn meðferð við vannæringu. Þetta er bara í norðausturhluta Nígeríu, þar sem ástandið er verst. Við erum líka á fullu annars staðar í landinu og í nágrannaríkjunum að veita hjálp.

Gefa í gegnum síma

Sendu sms-ið BARN í númerið 1900 (1.000 kr.)

Millifærsla

Leggðu inn á reikning 701-26-102050 / kt. 481203-2950

UNICEF leggur áherslu á samhæfðar aðgerðir sem taka á ólíkum hliðum ástandsins.