Menu

Mistök hjá Deloitte

Sendu ekki Ríkisendurskoðun ársreikninga þrátt fyrir beiðni UNICEF á Íslandi um slíkt

 

Vegna mannlegra mistaka hjá Deloitte, endurskoðanda UNICEF á Íslandi, sendu þau ekki Ríkisendurskoðun ársreikninga okkar til skráningar árin 2014 og 2015 þótt reikningarnir hefðu sannarlega verið gerðir, samþykktir af stjórn og legið frammi til skoðunar hjá okkur. 

Við báðum endurskoðanda okkar um að senda ársreikningana til Ríkisendurskoðunar bæði árin og stóðum í þeirri trú að það hefði verið gert. Við munum fylgjast vandlega með þessu í framtíðinni og fá staðfestingu frá Ríkisendurskoðun um að endurskoðandi hafi sent ársreikning inn til skráningar.

Deloitte hefur beðið okkur afsökunar á mistökunum og hefur nú sent Ríkisendurskoðun ársreikningana fyrir árin 2014 og 2015. Ríkisendurskoðun hefur móttekið þá. Lykiltölur í ársreikningum okkar er ávallt að finna í ársskýrslum okkar sem eru á netinu

Ég vil gefa mánaðarlega

Þitt framlag

Eða

Önnur upphæð