28. mars 2017

Kvika og UNICEF á Íslandi undirrita styrktarsamning

Kvika er sérstakur velunnari heimsforeldra og niðurgreiðir bankakostnað þeirra.

28. mars 2017

UNICEF á Íslandi og Kvika undirrituðu nýverið styrktarsamning til eins árs. Með samningnum er Kvika aðalsamstarfsaðili UNICEF á Íslandi á sviði bankaþjónustu, auk þess að vera sérstakur velunnari heimsforeldra. Á Íslandi eru vel yfir 25.000 heimsforeldrar og eru þeir hvergi hlutfallslega fleiri en hér á landi.

Kvika niðurgreiðir bankakostnað heimsforeldra og gerir UNICEF á Íslandi þannig kleift að nýta söfnunarfé sitt enn betur í þágu réttinda og velferðar barna. Kvika veitir UNICEF bestu mögulegu kjör á bankaþjónustu og skuldbindur sig til að styðja við fjáröflun UNICEF á Íslandi, bæði með beinum framlögum og öðrum samstarfsleiðum.

Það voru Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, og Hildur Þórisdóttir, markaðs- og mannauðsstjóri Kviku, sem undirrituðu samninginn.

Fleiri
fréttir

19. apríl 2024

Þrjú börn létust í árásum í Úkraínu
Lesa meira

17. apríl 2024

Börn í Réttindaskólum sýna betri skilning á réttindum sínum og Barnasáttmálanum
Lesa meira

15. apríl 2024

Ár af stríði í Súdan: Hvergi fleiri börn á flótta í heiminum
Lesa meira
Fara í fréttasafn