Menu

Innanlandsstarf

UNICEF á Íslandi berst fyrir réttindum barna hér á landi með víðtækri hagsmunagæslu og réttindafræðslu. Starfsfólk UNICEF vinnur meðal annars að því að greina stöðu réttinda barna á Íslandi, efla þekkingu á réttindum barna í samfélaginu, gera hagnýtt fræðsluefni um réttindi barna, innleiðingu Barnasáttmálans innan sveitarfélaga og að veita stjórnvöldum aðhald í málefnum barna.

Við gáfum út skýrslu um börn sem líða efnislegan skort á Íslandi. Alls líða 9,1% barna hér á landi efnislegan skort. 

Við höfum barist af krafti gegn ofbeldi á börnum á Íslandi og lagt áherslu á koma í veg fyrir að ofbeldið eigi sér stað.

Barnasáttmálinn í kassanum

Í tilefni af afmæli Barnasáttmálans bjó UNICEF á Íslandi til Barnasáttmálann í kassanum, kennsluefni um sáttmálann. Um er að ræða lítinn kassa sem inniheldur bækling með Barnasáttmálanum í barnvænni útgáfu og í fullri lengd, auk spilastokks sem inniheldur sjö skemmtilegar æfingar um sáttmálann.  

Æfingarnar eru hugsaðar fyrir börn jafnt sem fullorðna og miða að því að einstaklingar kynnist innihaldi sáttmálans og setji hann í samheng við íslenskan veruleika. 

Allir grunnskólar á Íslandi fengu Barnasáttmálann í kassanum að gjöf frá UNICEF í tilefni af 25 ára afmæli Barnasáttmálans.  Ef skólar eða einstaklingar hafa áhuga á að eignast eintak af kassanum er hægt að panta hann með því að senda tölvupóst á netfangið unicef@unicef.is en kann kostar 3900 kr.

Við fræðum börn um réttindi sín, fræðum fullorðna um réttindi barna og veitum umsagnir og álit.​