Menu

Hver er kostnaðurinn við dag rauða nefsins?

Kostnaðurinn við dag rauða nefsins árið 2017 var 16 milljónir, en beinn kostnaður UNICEF á Íslandi var enginn þökk sé styrkjum.

 

Kostnaður við dag rauða nefsins árið 2017 var 16 milljónir króna. Þar af greiða kostunaraðilar átaksins – Vodafone, Kvika og Lindex á Íslandi – 6 milljónir króna. Eftir standa þá 10 milljónir króna. UNICEF á Íslandi fékk styrk frá UNICEF að utan, úr svo kölluðum Investment Fund, til að standa fyrir degi rauða nefsins og dekkar sú upphæð umræddar 10 milljónir. Beinn kostnaður UNICEF á Íslandi við dag rauða nefsins er því enginn.

RÚV stendur straum af undirbúningi útsendingarinnar ásamt Vodafone. Vert er að taka fram að ofangreindur heildarkostnaður við átakið – 16 milljónir – var jafnlágur og raun ber vitni vegna ómetanlegra framlaga þeirra sem komu að verkefninu: RÚV, Tjarnargötunni, grínstjórunum Sögu Garðarsdóttur og Dóru Jóhannsdóttur, Vodafone, Jónsson & Le´Macks og öllum sjálfboðaliðunum sem unnu myrkranna á milli við að gera dag rauða nefsins að veruleika. Við stöndum í djúpri þakkarskuld við allt þetta fólk.

Á fyrri dögum rauða nefsins hafa þúsundir landsmanna gerst heimsforeldrar og virði hvers átaks hefur legið á bilinu 150-200 milljónir króna. Slíkur stuðningur er ómetanlegur fyrir baráttu UNICEF.

Ég vil gefa mánaðarlega

Þitt framlag

Eða

Önnur upphæð